Markaðurinn
Skráning hafin – Opna Dineout 10. ágúst á Hlíðavelli
Opna Dineout fer fram laugardaginn 10. ágúst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ . Glæsileg vinningaskrá og allir velkomnir! Skráning er hafin á GolfBox hér.
Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble þar sem 2 eru í liði. Leikforgjöf lögð saman og deilt í með 4.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir sæti 9, 13 og 29. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta upphafshögg karla og kvenna á 8. braut. Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.
Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram. Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar.
Veglegar teiggjafir fyrir alla þátttakendur!
Allir keppendur sem deila myndefni frá Opna Dineout mótinu á Instagram eiga möguleika á að vinna flotta aukavinninga. Merktu @dineouticeland á Instagram og þú ert kominn í pottinn.
Athugið í fyrra komust færri að en vildu þar sem Dineout Open er eitt glæsilegasta golfmót landsins. Vegleg vinningaskrá verður birt á næstunni.
Skemmtilegar myndir frá mótinu í fyrra má finna á með því að smella hér.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






