Keppni
Skráning hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2023
Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017. Keppnin í ár verður haldinn þriðjudaginn 31. október á La Primavera í Hörpu.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.
Þema ársins er skandinavískt haust
Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:
Cacao Barry; Zephyr™ 34% – einstaklega mjúkt, sætt hvítt súkkulaði sem hefur mjúka áferð og mikið mjólkurbragð.
CapFruit jarðarberja- eða hindberjapúrra.
Jakobsen, hunang.
Notkun á súkkulaði, púrrum og hunangi frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.
Keppendur í Eftirréttur ársins koma með allt tilbúið á keppnisstað. Fjórum eftirréttum er skilað á diskum. Ekkert hráefni er fáanlegt á keppnisstað. Hver keppandi hefur 20 mínútur til að setja eftirréttinn á diska. Keppendur koma með öll áhöld sjálfir, en kælir og frystir eru á staðnum.
Keppendur í Konfektmoli ársins skila á keppnisstað 15 tilbúnum molum í sömu tegund. Þrír molar fara í smakk en 12 molar fara í myndatöku og uppstillingu. Skilatími er milli kl. 10 og 14 þann 31.október.
Skráning
Nánari upplýsingar fyrir Eftirréttur Ársins.
Nánari upplýsingar fyrir Konfektmoli Ársins.
Skráning í Eftirréttur ársins hér.
Skráning í Konfektmoli ársins hér.
Grunnhráefnispakki til æfinga fylgir skráningu og greiðslu á 5.000 kr. staðfestingargjaldi. Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað.
Staðfestingargjald er greitt inn á reikning: 0301-26-000817. kt. 670892-2129.
Skráningarfrestur er til 30. október 2022.
Nánari upplýsingar veitir Hulda í síma 858-0333 eða [email protected]
-
Veitingarýni5 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir24 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac