Vertu memm

Keppni

Skráning hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2023

Birting:

þann

Skráning hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2023

Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017. Keppnin í ár verður haldinn þriðjudaginn 31. október á La Primavera í Hörpu.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.

Þema ársins er skandinavískt haust

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

Cacao Barry; Zephyr™ 34% – einstaklega mjúkt, sætt hvítt súkkulaði sem hefur mjúka áferð og mikið mjólkurbragð.
CapFruit jarðarberja- eða hindberjapúrra.
Jakobsen, hunang.

Notkun á súkkulaði, púrrum og hunangi frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.

Keppendur í Eftirréttur ársins koma með allt tilbúið á keppnisstað. Fjórum eftirréttum er skilað á diskum. Ekkert hráefni er fáanlegt á keppnisstað. Hver keppandi hefur 20 mínútur til að setja eftirréttinn á diska. Keppendur koma með öll áhöld sjálfir, en kælir og frystir eru á staðnum.

Keppendur í Konfektmoli ársins skila á keppnisstað 15 tilbúnum molum í sömu tegund. Þrír molar fara í smakk en 12 molar fara í myndatöku og uppstillingu. Skilatími er milli kl. 10 og 14 þann 31.október.

Skráning

 Nánari upplýsingar fyrir Eftirréttur Ársins.

 Nánari upplýsingar fyrir Konfektmoli Ársins.

Skráning í Eftirréttur ársins hér.

Skráning í Konfektmoli ársins hér.

Grunnhráefnispakki til æfinga fylgir skráningu og greiðslu á 5.000 kr. staðfestingargjaldi. Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað.

Staðfestingargjald er greitt inn á reikning: 0301-26-000817. kt. 670892-2129.

Skráningarfrestur er til 30. október 2022.

Nánari upplýsingar veitir Hulda í síma 858-0333 eða [email protected]

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið