Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Skortur á fagmenntuðu þjónustufólki

Birting:

þann

Veitingastaður

Fjölga þarf nemendum í framreiðslu í hótel og matvælaskólanum til að koma í veg fyrir að þjónustustig á veitingahúsum hér minnki. Veitingahúsum hefur fjölgað mikið en framleiðslufólki ekki að sama skapi, en þetta kemur fram á ruv.is.

Eftirspurn er eftir nemendum í framreiðslunám í hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi.  Baldur Sæmundsson, áfangastjóri fyrir matvælagreinar, segir að nemendum hafi fjölgað en þeim mætti fjölga einn meira.

Við vorum að útskrifa á ári kannski 13 framleiðslumenn. Við erum búin að vera með núna á síðasta ári einhverja 24 og mér sýnist við vera að stefna í það aftur núna. Þannig að við erum að tala um smá aukningu, en hún mætti vera mikið meiri

, segir Baldur í samtali við ruv.is

Veitingastaðir hafa leyfi til að taka fleiri nemendur en áður og fá núna greidda ákveðna upphæð með hverjum nemanda. 15 nemendur eru í skólanum á annari önn og 14 nemendur eru að ljúka námi. Mikil aukning ferðamanna kalli á aukningu í ferðaþjónustu.

Ég er með fleiri pláss bæði á vinnustöðum og hér í skólanum, við getum tekið við fleiri nemendum.

Samtök ferðaþjónustunnar kanna þjónustustig veitingastaða á hverju ári og veitingastaðirnir sjálfir líka.

Oftar en ekki erum við með þjónustustig sem mætti vera hærra og veita betri þjónustu. Við erum náttúrlega með mikið af ungu skólafólki í þessu sem gerir vissulega sitt besta en það mætti kannski með einhverjum hætti uppfræða þetta fólk betur en gert er og mennta fleiri til starfsins

, segir Baldur að lokum.

 

Mynd: úr safni

/Sigurður

twitter og instagram icon

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið