Nemendur & nemakeppni
Skortur á fagmenntuðu þjónustufólki
Fjölga þarf nemendum í framreiðslu í hótel og matvælaskólanum til að koma í veg fyrir að þjónustustig á veitingahúsum hér minnki. Veitingahúsum hefur fjölgað mikið en framleiðslufólki ekki að sama skapi, en þetta kemur fram á ruv.is.
Eftirspurn er eftir nemendum í framreiðslunám í hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri fyrir matvælagreinar, segir að nemendum hafi fjölgað en þeim mætti fjölga einn meira.
Við vorum að útskrifa á ári kannski 13 framleiðslumenn. Við erum búin að vera með núna á síðasta ári einhverja 24 og mér sýnist við vera að stefna í það aftur núna. Þannig að við erum að tala um smá aukningu, en hún mætti vera mikið meiri
, segir Baldur í samtali við ruv.is
Veitingastaðir hafa leyfi til að taka fleiri nemendur en áður og fá núna greidda ákveðna upphæð með hverjum nemanda. 15 nemendur eru í skólanum á annari önn og 14 nemendur eru að ljúka námi. Mikil aukning ferðamanna kalli á aukningu í ferðaþjónustu.
Ég er með fleiri pláss bæði á vinnustöðum og hér í skólanum, við getum tekið við fleiri nemendum.
Samtök ferðaþjónustunnar kanna þjónustustig veitingastaða á hverju ári og veitingastaðirnir sjálfir líka.
Oftar en ekki erum við með þjónustustig sem mætti vera hærra og veita betri þjónustu. Við erum náttúrlega með mikið af ungu skólafólki í þessu sem gerir vissulega sitt besta en það mætti kannski með einhverjum hætti uppfræða þetta fólk betur en gert er og mennta fleiri til starfsins
, segir Baldur að lokum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?