Frétt
Skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla. Í síðasta mánuði var undirritað samkomulag milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra.
Hlutverk hópsins er að hafa með höndum skipulag og umsjón með átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.
Samráðshóp um betri merkingar matvæla skipa:
- Oddný Anna Björnsdóttir, formaður, skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Árni Þór Sigurðsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda
- Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af Samtökum verslunar- og þjónustu
- Brynhildur Pétursdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum
- Gunnar Atli Gunnarsson, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
- Tjörvi Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
Mynd: stjornarradid.is
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina