Frétt
Skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins undirrituðu samkomulagið.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla. Í síðasta mánuði var undirritað samkomulag milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra.
Hlutverk hópsins er að hafa með höndum skipulag og umsjón með átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.
Samráðshóp um betri merkingar matvæla skipa:
- Oddný Anna Björnsdóttir, formaður, skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Árni Þór Sigurðsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda
- Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af Samtökum verslunar- og þjónustu
- Brynhildur Pétursdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum
- Gunnar Atli Gunnarsson, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
- Tjörvi Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
Mynd: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó





