Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Skemmtilegur þáttur með Gunna Kalla og Dóra DNA

Birting:

þann

Á sunnudaginn s.l. var fyrsti þáttur í þáttaröðinni Veislan frumsýndur á RÚV. Michelinkokkurinn Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA fóru um Ísland og slógu upp veislur, sóttu sér hráefni í nærumhverfinu og prófuðu veitingastaði.

Í fyrsta þættinum eru þeir staddir á Norðurlandi. Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimaslóðir Gunnars.

Veislan á RÚV - Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA

Lambinn á Öngulsstöðum

Fyrsta stopp var Lambinn á Öngulsstöðum hvar Jóhannes, frændi Gunnars, og frú hafa byggt upp ferðaþjónustu. Matthew er kokkur frá Portland Oregon eldar mat sem leggur áherslu á hráefni úr nærumhverfinu og Aurora blandar hanastél fyrir Dóra í fallegu landslagi Eyjafjarðarins. Veisla var svo haldin úti með húsráðendum og þeim hjónum.

Veislan á RÚV - Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA

Hauganes.
Gunni Kalli og Dóri DNA

Hauganes er þekktur fyrir saltfiskinn frá Elvari Reykjalín og þeir vinirnir fengu sér fisk á Baccalo á leið sinni til Siglufjarðar.

Súkkulaði og kaffihúsið hennar Fríðu á Siglufirði var næsti viðkomustaður og á Hótel Siglunesi gæða þeir sér á dýrindis lambaskanka með öllum helstu kryddum frá Marokkó.

Veislan á RÚV - Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA

Á Völlum í Svarfaðardal

Á Völlum í Svarfaðardal eru þau hjónin, Bjarni og Haddý, búinn að gera upp gömlu kirkjujörðina og rækta þar allt milli himins og jarðar. Ákveðið var að flauta til veislu fyrir nágrannana og setja upp veisluborð í gamla fjárhúsinu.

Fyrsti þátturinn var virkilega skemmtilegur og hvetjum alla til að horfa á með því að smella hér.

Myndir: Julie Rowland

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið