Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skemmtilegur þáttur með Gunna Kalla og Dóra DNA
Á sunnudaginn s.l. var fyrsti þáttur í þáttaröðinni Veislan frumsýndur á RÚV. Michelinkokkurinn Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA fóru um Ísland og slógu upp veislur, sóttu sér hráefni í nærumhverfinu og prófuðu veitingastaði.
Í fyrsta þættinum eru þeir staddir á Norðurlandi. Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimaslóðir Gunnars.
Fyrsta stopp var Lambinn á Öngulsstöðum hvar Jóhannes, frændi Gunnars, og frú hafa byggt upp ferðaþjónustu. Matthew er kokkur frá Portland Oregon eldar mat sem leggur áherslu á hráefni úr nærumhverfinu og Aurora blandar hanastél fyrir Dóra í fallegu landslagi Eyjafjarðarins. Veisla var svo haldin úti með húsráðendum og þeim hjónum.
Hauganes er þekktur fyrir saltfiskinn frá Elvari Reykjalín og þeir vinirnir fengu sér fisk á Baccalo á leið sinni til Siglufjarðar.
Súkkulaði og kaffihúsið hennar Fríðu á Siglufirði var næsti viðkomustaður og á Hótel Siglunesi gæða þeir sér á dýrindis lambaskanka með öllum helstu kryddum frá Marokkó.
Á Völlum í Svarfaðardal eru þau hjónin, Bjarni og Haddý, búinn að gera upp gömlu kirkjujörðina og rækta þar allt milli himins og jarðar. Ákveðið var að flauta til veislu fyrir nágrannana og setja upp veisluborð í gamla fjárhúsinu.
Fyrsti þátturinn var virkilega skemmtilegur og hvetjum alla til að horfa á með því að smella hér.
Myndir: Julie Rowland
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi