Uncategorized
Skemmt áfengi kostar 15 Rússa lífið; 400 fluttir á sjúkrahús
Skemmt áfengi hefur kostað 15 manns lífið í norðvesturhluta Rússlands á undanförnum vikum. Þá hafa rúmlega 400 einstaklingar verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa bragðað á hinu mannskæða bruggi.
Yfir 400 manns, sem búa í Pskov-héraði, hafa verið fluttir á sjúkrahús á síðastliðnum þremur vikum með einkenni eitraðrar lifrabólgu sem er þó ekki smitandi, sagði yfirlæknir rússneska heilbrigðisráðuneytisins. Þá sagði hann jafnframt að sökudólgurinn væri að öllum líkindum áfengur drykkur sem búið væri að eiga við.
Yfirvöld í héraðinu hafa lýst yfir heilsufarsneyðarástandi sem gerir það að verkum að lögreglan getur framkvæmt skyndiathuganir hjá smásöluaðilum sem selja áfenga drykki að sögn læknisins.
Svipaðar áfengiseitranir komu upp í september sl. en eitrað áfengi olli þá 17 dauðsföllum og yfir 500 manns veiktust vegna þess.
Samkvæmt opinberum tölum látast um 42.000 Rússar á ári hverju eftir að hafa drukkið eitrað áfengi.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





