Uncategorized
Skemmt áfengi kostar 15 Rússa lífið; 400 fluttir á sjúkrahús
Skemmt áfengi hefur kostað 15 manns lífið í norðvesturhluta Rússlands á undanförnum vikum. Þá hafa rúmlega 400 einstaklingar verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa bragðað á hinu mannskæða bruggi.
Yfir 400 manns, sem búa í Pskov-héraði, hafa verið fluttir á sjúkrahús á síðastliðnum þremur vikum með einkenni eitraðrar lifrabólgu sem er þó ekki smitandi, sagði yfirlæknir rússneska heilbrigðisráðuneytisins. Þá sagði hann jafnframt að sökudólgurinn væri að öllum líkindum áfengur drykkur sem búið væri að eiga við.
Yfirvöld í héraðinu hafa lýst yfir heilsufarsneyðarástandi sem gerir það að verkum að lögreglan getur framkvæmt skyndiathuganir hjá smásöluaðilum sem selja áfenga drykki að sögn læknisins.
Svipaðar áfengiseitranir komu upp í september sl. en eitrað áfengi olli þá 17 dauðsföllum og yfir 500 manns veiktust vegna þess.
Samkvæmt opinberum tölum látast um 42.000 Rússar á ári hverju eftir að hafa drukkið eitrað áfengi.
Greint frá á Mbl.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi