Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni
Veitingastaðurinn Skál hefur flutt frá Hlemmi Mathöll í nýtt framtíðarheimili að Njálsgötu 1 í Reykjavík.
Skál var stofnað af þremur vinum þeim Birni Steinari, Gísla Matt og Gísla Grímssyni en nú hefur bæst í eigendahópinn yfirkokkurinn Thomas Lorentzen og veitingastjórinn Jonathan Sadler.
„Við leggjum mikla ástríðu í matinn…“
„Við leggjum mikla ástríðu í matinn þar sem við leitumst eftir að finna besta hráefni sem við getum fengið hér og búum til rétti með frumlega nálgun á íslenskt hráefni en að sama skapi afar fallega og bragðgóða rétti.
Maturinn er leiddur af yfirkokki okkar og nýjum meðeiganda Thomas Lorentzen sem hefur gríðarlega reynslu frá Kaupmannahöfn.“
Segir Gísli Matt.
„Þjónustan og vínseðillinn er leiddur af Jonathan Sadler þar sem aðaláhersla er lögð á vönduð náttúruvínum sem við flytjum inn sjálfir af frábærum víngerðarfólki víðsvegar frá Evrópu.
Við erum einnig mjög stoltir að vera með einn besta barþjón landsins Hrafnkel Inga sem hefur unnið til ótal verðlauna fyrir störf sín í faginu á sínum langa ferli.“
- SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni – Mynd: Gunnar Freyr / @Gunnargunnar
- SKÁL opnar formlega á Njálsgötunni – Mynd: Björn Árnason
SKál hlaut viðurkenningu Michelin Bib gourmand árið 2019. Veitingastaðurinn hefur hlotið titilinn „Best goddamn restaurant in Reykjavík“ frá tímaritinu RVK Grapevine 2020, 2022, 2023 og 2024.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?










