Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sjávarþörungar í forgrunni í eldhúsi framtíðarinnar
Í eldhúsi framtíðarinnar má gera ráð fyrir að sjávarþörungar verði í forgrunni, en sífellt meiri áhersla er á notkun sjávarþangs í matargerð. Í nýju myndbandsseríunni Future Kitchen sem styrkt er af EIT Food er væntanlegt myndband um notkun íslenskra sjávarþörunga til matar. Þörungar eru fyrir margt merkilegar lífverur. Þeir eru eitt af elstu lífsformum jarðar og er vöxtur þeirra mikill á stuttum tíma.
Íslenska sjávarþangið hefur ýmsa sérstöðu, en nefna má til að mynda klóblöðku sem finnst einungis hér við land og hefur ríkulegt næringarinnihald og bragð sem minnir helst á trufflusvepp þegar hún hefur verið þurrkuð. Þá inniheldur klóblaðka einnig efni sem talin eru geta gagnast í baráttu við fjölónæmar bakteríur. Fleiri sjávarþörungar við Íslandsstrendur eru einnig áhugaverðir og geta orðið arðbær nytjategund.
Í myndbandinu sem væntanlegt er í Future Kitchen seríunni matreiðir Völundur Snær Völundarson matreiðslumeistari íslenska matþörunga í ljúffenga rétti, en myndbandsserían leggur áherslu á fróðleik um uppruna matar og nýjungar og framþróun tengt matvælum.
Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridgeháskóla, EUFIC, evrópuráð nýsköpunar á sviði matar, og framsækin evrópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, sem starfrækt er undir EIT, evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins.
Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com) ásamt öðrum fróðleik um framfarir tengdar mat og uppruna matar.
Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við Matís
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann