Keppni
Sigurður Helgason verður næsti Bocuse d´Or kandídat
16.4.2013
Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur valið næsta Bocuse d´Or kandídat og mun Sigurður Helgason á Grillinu keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or Europe í maí 2014 í Stokkhólm. Bocuse d´Or Europe er forkeppni fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2015.
Sigurður Helgason er yfirmatreiðslumaður Grillsins en hann hóf feril sinn á veitingahúsinu Perlunni árið 1998. Hann var valinn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001. Á árunum 1999 – 2001 starfaði Sigurður hjá Forseta embætti Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar. Að loknu námi hélt Sigurður til Lúxemborgar þar sem hann starfaði á Resturant Lea Linster´s í 6 mánuði en sá veitingastaður skartar einni Michelin stjörnu.
Árið 2004 tók Sigurður við sem yfir matreiðslumaður á Skólabrú og starfaði þar til ársins 2006. Á árunum 2006 – 2010 fór Sigurður erlendis þar sem hann starfaði sem einkakokkur á Englandi, Írlandi og New York við góðan orðstír. Árið 2010 snéri Sigurður aftur til starfa á Grillinu og árið 2011 tók hann við sem yfirmatreiðslumaður Grillsins.
Á undanförnum árum hefur Sigurður ferðast mikið til að skoða leiðandi veitingastaði og mótað þann matarstíl sem hann leggur upp með í matargerð sinni í dag. Hann hefur meðal annars heimsótt Capital Restaurant London, Foliage, Tom Aikens restaurant og La Noisette.
Árið 2004 – 2006 starfaði Sigurður með Íslenska kokkalandsliðinu, þar sem það vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Scot Hot í Glasgow og Basel í Swiss.
Það má með sanni segja að Sigurður er verðugur fulltrúi okkar íslendinga í hinni heimsfrægu Bocuse d´Or keppni.
Mynd: Aðsend

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas