Vertu memm

Keppni

Sigurður Helgason verður næsti Bocuse d´Or kandídat

Birting:

þann

Sigurður Helgason

16.4.2013

Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur valið næsta Bocuse d´Or kandídat og mun Sigurður Helgason á Grillinu keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or Europe í maí 2014 í Stokkhólm.  Bocuse d´Or Europe er forkeppni fyrir aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í janúar 2015.

Sigurður Helgason er yfirmatreiðslumaður Grillsins en hann hóf feril sinn á veitingahúsinu Perlunni árið 1998.  Hann var valinn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001.  Á árunum 1999 – 2001 starfaði Sigurður hjá Forseta embætti Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar.  Að loknu námi hélt Sigurður til Lúxemborgar þar sem hann starfaði á Resturant Lea Linster´s í 6 mánuði en sá veitingastaður skartar einni Michelin stjörnu.

Árið 2004 tók Sigurður við sem yfir matreiðslumaður á Skólabrú og starfaði þar til ársins 2006.  Á árunum 2006 – 2010 fór Sigurður erlendis þar sem hann starfaði sem einkakokkur á Englandi, Írlandi og New York við góðan orðstír.  Árið 2010 snéri Sigurður aftur til starfa á Grillinu og árið 2011 tók hann við sem yfirmatreiðslumaður Grillsins.

Á undanförnum árum hefur Sigurður ferðast mikið til að skoða leiðandi veitingastaði og mótað þann matarstíl sem hann leggur upp með í matargerð sinni í dag. Hann hefur meðal annars heimsótt Capital Restaurant London, Foliage, Tom Aikens restaurant og La Noisette.

Árið 2004 – 2006 starfaði Sigurður með Íslenska kokkalandsliðinu, þar sem það vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Scot Hot í Glasgow og Basel í Swiss.

Það má með sanni segja að Sigurður er verðugur fulltrúi okkar íslendinga í hinni heimsfrægu Bocuse d´Or keppni.

 

Mynd: Aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið