Markaðurinn
Síðasti dagurinn til að skila inn hönnun
Óskað er eftir tillögum að hönnun fyrir aðra kynslóð Fernet Branca peningsins fyrir Ísland. Keppnin er opin öllum sem vinna í veitingageiranum á Íslandi og einu skilyrði hönnunarinnar eru að hún sameini Ísland og Fernet Branca á einhvern skemmtilegan hátt.
Gott er að taka fram að hönnunina má senda inn í ýmsum útfærslum. Verði þín tillaga valin verður fenginn hönnuður til að vinna og fullklára lokaútfærsluna með sigurvegaranum.
Eigandi bestu hönnunarinnar mun vinna:
• Fyrsta peninginn af annarri kynslóð íslenska Fernet Branca peningsins
• 3L Fernet Branca flösku
• Ferðavinning að andvirði 50.000 kr.
• Skemmtilegan Fernet Branca varning.
Annað og þriðja sætið munu einnig fá eintak af annarri útgáfu Fernet Branca peningsins og flottan Fernet Branca varning.
Skráningarfrestur er til 30. nóvember!
Tillögur í keppnina og fyrirspurnir skal senda á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður