Bocuse d´Or
Síðasta orðið um Bocuse að sinni
Dvölin í Lyon er að enda, hér er kalt (-2 / -4°) og það er einhvern vegin öfugsnúið að fara heim í hlýindi og rigningu.
Þótt allir vildu fá Friðgeir á verðlaunapall eru líka allir sáttir við 8. sætið hans, hann gerði ekki bara sitt besta, hann gerði betur en sitt besta. Vegir dómaranna eru eins og vegir Guðs, órannsakanlegir…
Eins og Friðgeir sagði spurður um líðan hans þegar hann stökk úr sinum bás að keppinni lokinni ég veit ekki hvað ég á að gera með mig héðan i frá gildir eins um Bocuse dOr: hvað tekur við núna?
Bocuse dOr keppnin er að breytast, undanúrslitakeppni var skipulögð í Suður Ameríku til að hleypa fleiri lönd að og breiða úr hróðri Bocuse og keppninnar. Svo verður einnig á næsta ári fyrir Evrópu og það gæti skipt sköpum: 6 efstu löndin verða sjálfkrafa inni en keppa íþróttamannslega í júlí 2008 í Stavanger í Noregi (já, Norðmenn eru í uppáhaldi hjá SepelCom, sem sér un keppnina, og hafa verið lengi) sem verður Menningarborg Evrópu sama árið. Það fer að vera Evrósvisjon bragð á þessu. Sjálfsagt vilja skipuleggjendur Bocuse dOr draga sem flest lönd inn með þvi að nota forkeppni, líka frá Evrópu og hafa opna keppni. En kostnaður fer að vera óviðráðanlegur fyrir smáþjóðir sem hafa efnisviðinn en ekki ríka kostunaraðila, eins og franska ríkið eða stærstu framleiðendur Danmerkur til að styrkja sig. Ísland er strax í fallhættu áður en það fer að keppa, ásamt Luxemburg, jafnvel Ítalía og Spánn.
Keppnin er míkil lyftistöng fyrir einstaklinginn sem tekur þátt, fyrir landið í það heila gagnvært þessum stórum nöfnum nútímans og framtíðarinnar. En allt kostar og það er akút spurning um hvað eigi að fara langt í þeim efnum. Án stærri kostunaraðila og lobbyisma innst inni í Bocuse dOr er erfitt að sjá möguleikana fyrir áframhaldandi metnað á réttum notum í Lyon.
Þetta er leikmannsálit og ég ber ein ábyrgð á því en ég veit að umræðan er í gangi. Persónulega mundi ég kjósa áframhald á þátttöku því Íslendingar hafa sannað sig meðal þeirra mestu og stærstu í heiminum. Ekki gleyma því að við eigum 5 matreiðslumeistara sem hafa verið meðal þeirra 10 bestu í heiminum…
Dominique.
[email protected]
www.vinskolinn.is
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur