Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síðasta kvöldmáltíðin á Titanic á uppboði
Matseðill síðasta kvöldverðarins sem framreiddur var farþegum á fyrsta farrými óheillaskipsins Titanic var sleginn á tæpa 119 þúsund dollara, eða 15,6 milljónir íslenskra króna á uppboði í Dallas í gær, að því er fram kemur vef Ríkisútvarpsins.
Munir úr Titanic ganga kaupum og sölum milli safnara fyrir himinháar fjárhæðir, og eru matseðlar með eftirsóttustu gripum.
Þetta ku vera eina eintakið af kvöldverðarseðlinum kvöldið örlagaríka 14. apríl 1912 sem hefur varðveist, en fyrir þremur árum eintak af hádegisverðarseðlinum sama dag selt á uppboði fyrir nokkuð lægri upphæð.
Á ruv.is kemur fram að á boðstólum þetta kvöld voru meðal annars ostrur, nautalundir, steiktir andarungar og fleira ljúfmeti, og ferskjur í líkjörssósu í eftirrétt.
Mynd: Heritage Auctions
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir21 klukkustund síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






