Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Síðasta kvöldmáltíðin á Titanic á uppboði

Birting:

þann

Titanic matseðill

Matseðill síðasta kvöldverðarins sem framreiddur var farþegum á fyrsta farrými óheillaskipsins Titanic var sleginn á tæpa 119 þúsund dollara, eða 15,6 milljónir íslenskra króna á uppboði í Dallas í gær, að því er fram kemur vef Ríkisútvarpsins.

Munir úr Titanic ganga kaupum og sölum milli safnara fyrir himinháar fjárhæðir, og eru matseðlar með eftirsóttustu gripum.

Þetta ku vera eina eintakið af kvöldverðarseðlinum kvöldið örlagaríka 14. apríl 1912 sem hefur varðveist, en fyrir þremur árum eintak af hádegisverðarseðlinum sama dag selt á uppboði fyrir nokkuð lægri upphæð.

Á ruv.is kemur fram að á boðstólum þetta kvöld voru meðal annars ostrur, nautalundir, steiktir andarungar og fleira ljúfmeti, og ferskjur í líkjörssósu í eftirrétt.

 

Mynd: Heritage Auctions

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið