Nemendur & nemakeppni
Sandra Theodórsdóttir framreiðslumaður hlaut hæstu einkunn í verknámi
Útskrift Menntaskólans í Kópavogi fór fram í gær, 20. desember, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Brautskráðir voru 82 nemar, 40 stúdentar, 22 iðnnemar, 16 matartæknar og 4 nemar úr meistaranámi matvælagreina.
Ellefu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Inga Ewa Trzebinska en hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í Félagsfræði, sögu og sálfræði. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi í bóknámi.
Hæstu einkunn í verknámi hlaut Sandra Theodórsdóttir en hún útskrifaðist úr framreiðslu og sem stúdent af opinni braut.. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í bóklegri og verklegri framreiðslu. Auk þess hlautu hún viðurkenningu fyrir úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi frá Hótel og matvælaskólanum. Sandra var einnig með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi.
Þá hlaut Eyþór Dagnýjarson viðurkenningu frá Rótarýklúbbnum Borgum fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms en hann útskrifaðist úr framreiðslu.
Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari, flutti ávarp og fór yfir liðna önn. Birna Berg Bjarnadóttir, nýstúdent, söng af stakri snilld nokkur lög við athöfnina. Freyja Van de Putte flutti ávarp nýstúdents og Matthías James Spencer Heimisson flutti ávarp nýsveins.
Að lokum flutti formaður skólanefndar, Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólanum kveðju skólanefndar.
Myndir: Menntaskólinn í Kópavogi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








