Nemendur & nemakeppni
Sandra Theodórsdóttir framreiðslumaður hlaut hæstu einkunn í verknámi
Útskrift Menntaskólans í Kópavogi fór fram í gær, 20. desember, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Brautskráðir voru 82 nemar, 40 stúdentar, 22 iðnnemar, 16 matartæknar og 4 nemar úr meistaranámi matvælagreina.
Ellefu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Inga Ewa Trzebinska en hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í Félagsfræði, sögu og sálfræði. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi í bóknámi.
Hæstu einkunn í verknámi hlaut Sandra Theodórsdóttir en hún útskrifaðist úr framreiðslu og sem stúdent af opinni braut.. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í bóklegri og verklegri framreiðslu. Auk þess hlautu hún viðurkenningu fyrir úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi frá Hótel og matvælaskólanum. Sandra var einnig með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi.
Þá hlaut Eyþór Dagnýjarson viðurkenningu frá Rótarýklúbbnum Borgum fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms en hann útskrifaðist úr framreiðslu.
Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari, flutti ávarp og fór yfir liðna önn. Birna Berg Bjarnadóttir, nýstúdent, söng af stakri snilld nokkur lög við athöfnina. Freyja Van de Putte flutti ávarp nýstúdents og Matthías James Spencer Heimisson flutti ávarp nýsveins.
Að lokum flutti formaður skólanefndar, Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólanum kveðju skólanefndar.
Myndir: Menntaskólinn í Kópavogi

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun