Nemendur & nemakeppni
Sandra Theodórsdóttir framreiðslumaður hlaut hæstu einkunn í verknámi
Útskrift Menntaskólans í Kópavogi fór fram í gær, 20. desember, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Brautskráðir voru 82 nemar, 40 stúdentar, 22 iðnnemar, 16 matartæknar og 4 nemar úr meistaranámi matvælagreina.
Ellefu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Inga Ewa Trzebinska en hún útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í Félagsfræði, sögu og sálfræði. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi í bóknámi.
Hæstu einkunn í verknámi hlaut Sandra Theodórsdóttir en hún útskrifaðist úr framreiðslu og sem stúdent af opinni braut.. Hún fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í bóklegri og verklegri framreiðslu. Auk þess hlautu hún viðurkenningu fyrir úr viðurkenningarsjóði MK fyrir hæstu einkunn á lokaprófi frá Hótel og matvælaskólanum. Sandra var einnig með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi.
Þá hlaut Eyþór Dagnýjarson viðurkenningu frá Rótarýklúbbnum Borgum fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms en hann útskrifaðist úr framreiðslu.
Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari, flutti ávarp og fór yfir liðna önn. Birna Berg Bjarnadóttir, nýstúdent, söng af stakri snilld nokkur lög við athöfnina. Freyja Van de Putte flutti ávarp nýstúdents og Matthías James Spencer Heimisson flutti ávarp nýsveins.
Að lokum flutti formaður skólanefndar, Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólanum kveðju skólanefndar.
Myndir: Menntaskólinn í Kópavogi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla