Uppskriftir
Salthnetukaka
Innihald:
3 stk eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
20 stk ritzkex
l00 gr salthnetur
Aðferð:
Eggjahvítur, sykur og lyftiduft þeytt vel saman. Ritzkex og salthnetur mulið smátt.
Öllu blandað saman og bakað í 25 mínútur við 170 °C.
Kakan sett í plastpoka og látin kólna í ísskáp.
Krem
Innihald:
50 gr smjörlíki
50 gr suðusúkkulaði
30 gr flórsykur
2 stk eggjarauður
Aðferð:
Smjörlíki og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði. Flórsykur og eggjarauður þeytt saman. Öllu þlandað saman þegar súkkulaðiblandan er aðeins farin að kólna og kreminu smurt á kökuna. Ef kremið er of lint má bæta ofurlitlum flórsykri við.
Borin fram með þeyttum rjóma.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu






