Frétt
Saltfiskhátíð á Tapasbarnum
Veitingahúsið Tapasbarinn fagnar tilveru saltfisks dagana 21. – 28. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á rétti frá þremur matreiðslumeisturum frá Barcelona, þeim Jordi Asensio, Francisco Diago Curto og Guillem Rofes. Réttirnir þeirra verða á sérstökum matseðli Tapasbarsins á hátíðinni, ásamt því sem tveir saltfiskréttir staðarins verða einnig á seðlinum og kostar hver og einn kr. 1790,-.
Í fréttatilkynningu segir Bento Guerreiro, einn eigenda Tapasbarsins:
„Þessir meistarar verða á landinu í nokkra daga og kenna okkar fólki handtökin þegar kemur að því að vinna réttina þeirra. Við hlökkum til hátíðarinnar því það er alltaf skemmtilegt að taka á móti erlendum gestum og bjóða viðskiptavinum upp á eitthvað öðruvísi. Saltfiskréttirnir okkar eru mjög vinsælir svo það verður áhugavert að sjá hvernig tekið verður í rétti erlendu meistaranna á hátíðinni“.
Fyrir áramót hélt Íslandsstofa keppnina Islandia al Plat úti í Barcelona í tengslum við kynningarstarf þar í landi á íslenskum saltfiski. Matreiðslumeistararnir sem koma hingað til lands voru í fyrstu þremur sætunum í þeirri keppni og réttirnir sem verða á hátíðinni því sigurréttirnir.
„Dómnefndin var skipuð blaðamönnum sem sérhæfa sig í umfjöllunum um matreiðslu og veitingastaði, matreiðslumönnum og fulltrúa frá Bacalao de Islandia. Keppnin heppnaðist vel og kynningarstarfið einnig en saltfiskur er vinsælt hráefni á Spáni líkt og hér á landi. Saltfiskhátíðin og samstarfið við Tapasbarinn er því kærkomin viðbót við þetta kynningarstarf og eiga hátíðargestir von á virkilega góðum réttum,“
segir Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu.
Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á www.tapas.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.