Frétt
Saltfiskhátíð á Tapasbarnum
Veitingahúsið Tapasbarinn fagnar tilveru saltfisks dagana 21. – 28. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á rétti frá þremur matreiðslumeisturum frá Barcelona, þeim Jordi Asensio, Francisco Diago Curto og Guillem Rofes. Réttirnir þeirra verða á sérstökum matseðli Tapasbarsins á hátíðinni, ásamt því sem tveir saltfiskréttir staðarins verða einnig á seðlinum og kostar hver og einn kr. 1790,-.
Í fréttatilkynningu segir Bento Guerreiro, einn eigenda Tapasbarsins:
„Þessir meistarar verða á landinu í nokkra daga og kenna okkar fólki handtökin þegar kemur að því að vinna réttina þeirra. Við hlökkum til hátíðarinnar því það er alltaf skemmtilegt að taka á móti erlendum gestum og bjóða viðskiptavinum upp á eitthvað öðruvísi. Saltfiskréttirnir okkar eru mjög vinsælir svo það verður áhugavert að sjá hvernig tekið verður í rétti erlendu meistaranna á hátíðinni“.
Fyrir áramót hélt Íslandsstofa keppnina Islandia al Plat úti í Barcelona í tengslum við kynningarstarf þar í landi á íslenskum saltfiski. Matreiðslumeistararnir sem koma hingað til lands voru í fyrstu þremur sætunum í þeirri keppni og réttirnir sem verða á hátíðinni því sigurréttirnir.
„Dómnefndin var skipuð blaðamönnum sem sérhæfa sig í umfjöllunum um matreiðslu og veitingastaði, matreiðslumönnum og fulltrúa frá Bacalao de Islandia. Keppnin heppnaðist vel og kynningarstarfið einnig en saltfiskur er vinsælt hráefni á Spáni líkt og hér á landi. Saltfiskhátíðin og samstarfið við Tapasbarinn er því kærkomin viðbót við þetta kynningarstarf og eiga hátíðargestir von á virkilega góðum réttum,“
segir Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu.
Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á www.tapas.is.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






