Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Saltað nautakjöt að hætti Menu veitinga á Ásbrú – Veitingarýni

Birting:

þann

Bjarni Sigurðsson og Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistarar

Bjarni Sigurðsson og Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistarar

Ási fékk að sitja með okkur :)

Ási fékk að sitja með okkur 🙂

Um daginn þegar mér var ljóst að næst kæmi sveit frá Bandaríkjaher til að sinna loftrýmisgæslu, hafði ég samband við ritstjórann um þetta mál og 2 vikum seinna vorum við þrír frá Veitingageiranum.is komnir upp í gamla Offa til að smakka á „Corned Beef„ að hætti Menu veitinga, en flugsveitin borðaði á öðrum stað.

Bjarni sýndi okkur bitana sem höfðu verið saltaðir og langtímaeldaðir í soði við lága hita. Hann tjáði okkur að það væri erfitt að fá þessa parta nautsins því það væri eins og sá duglegasti í kjötvinnslunum væri sá sem væri á hakkavélinni og tókum við undir með honum að það er hægt að nota þessa vöðva úr framparti í annað en hakk eða pylsur.

Við fengum sæti í matstofu starfsfólksins og dásemdin borin á borð, með kartöflumauki, rótargrænmeti og bourguignon sósu með lauk og sveppum, var þetta alveg þess virði að keyra frá Reykjavík upp á Ásbrú, þvílíkt sælgæti.

"Corned Beef„ að hætti Menu veitinga

„Corned Beef„ að hætti Menu veitinga

Vorum við sammála að ef hersveit kæmi sem bæði um eitthvað sem okkur fyndist spennandi, þá yrði aftur kallað til safnaðarfundar.

 

Myndirnar tók ritstjórinn úr Sandgerði.

 

Myndir: Smári

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið