Frétt
Salmonella og aflatoxín í melónufræjum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Nina muldum melónufræjum vegna aðskotaefna sem Fiska.is flytur inn og selur í sinni verslun. Fyrirtækið hefur í samráð við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes ( HEF) innkallað vöruna.
Tilkynningin barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættulegt matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Nina international
- Vöruheiti: Ground Egushi 227 gr
- Best fyrir: 1.1.2024
- Nettómagn: 227 g
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Framleiðandi: Nina International, 3717 West St, Landover, MD 20785, Bandaríkin
- Framleiðsluland: Ghana
- Innflytjandi: Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
Neytendum sem keypt hafa vöruna er ráðlagt að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun Fiska.is og fá endurgreitt.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var