Frétt
Salmonella í kökum sem Costco flytur inn
Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af frönskum makkarónukökum með pistasíukremi frá Joie De Vivre sem Costco Iceland hefur flutt inn, vegna salmonellumengunar. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vörurnar. Einungis selt í verslun Costco.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Joie De Vivre
- Vöruheiti: French Macarons 36pk
- Framleiðandi: Ajinomoto Foods Europe
- Innflytjandi: Costco UK/Costco Iceland
- Framleiðsluland: Frakkland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 14/08/2024, 19/08/2024, 09/09/2024, 18/09/2024, 27/09/2024.
- Geymsluskilyrði: 0-4°C (kælivara)
- Dreifing: Costco Iceland
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni til verslunar.
Mynd: mast.is
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






