Frétt
Salmonella í karrí kryddi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellu smit. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins HEF innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk vitneskju um innköllunina í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: TRS
- Vöruheiti: TRS Hot Madras Curry 100gr
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is
- Framleiðsluland: Indland
- Dreifing: Verslun fiska.is Nýbýlavegi 6,200 Kópavogi.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með vöruna í verslun á Nýbýlavegi 6 gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður