Markaðurinn
Sænsku bollurnar – Semlur
Hér er uppskrift að ljúffengum og klassískum semlum – sænsku útgáfunni af bolludagsbollum, sem eiga rætur í dásamlegri sænskri bökunarhefð. Þessar mjúku og bragðgóðu bollur eru fylltar með silkimjúku marsípan remonce og þeyttum rjóma. Girnilegur valkostur við hinar hefðbundnu íslensku bollur!
Hægt er að finna allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift inn á vefverslun Danól, ásamt allt fyrir bolludaginn: Allt fyrir bolludaginn – Danól
Innihald:
Uppskrift er ætluð fyrir 20 stykki.
Bolludeig:
5 dl Mjólk
50 g Pressuger
1,50 dl Sykur (950010)
2 tsk Kardimommu duft
1 tsk Salt (930206)
150 g Smjör
1 Egg (593050)
12 dl Hveiti (900436)
1 Egg til að pensla (593050)
Fylling:
100 g Persipan (960256)
100 g Sykur (950010)
150 g Smjör við stofuhita
3 dl Þeyttur rjómi (593607)
Skreyting:
Flórsykur (950031)
Leiðbeiningar:
Bollur:
Hitið ofninn í 200°C. Látið mjólkina ná stofuhita og leysið gerið upp í henni í stórri skál. Bætið sykri, salti og kardimommu við og hrærið saman. Skerið smjörið í litla bita og blandið því saman við. Hrærið síðan egginu út í.
Bætið hveitinu smám saman við og hnoðið þar til deigið verður slétt og samfellt. Látið það hefast í um 30 mínútur.
Hnoðið svo deigið létt og skiptið því í 20 jafnstóra bita. Rúllið bitunum í bollur og raðið á bökunarplötu. Látið þær hefast í 20 mínútur til viðbótar.
Penslið bollurnar með eggi og bakið í miðjum ofni í um það bil 10 mínútur, eða þar til þær eru gullinbrúnar og leyfið þeim svo að kólna.
Marsípanfylling:
Blandið marsípani og sykri saman í einsleitan massa.
Bætið smjörinu við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli.
Skreyting:
Skerið toppinn af bollunum og skafið aðeins úr miðjunni.
Smyrjið lag af marsípan-remonce á bollurnar.
Þeytið rjómann þar til hann verður léttur og loftmikill. Sprautið honum yfir marsípanfyllinguna og setjið toppinn aftur á bollurnar.
Að lokum, sigtið smá flórsykur yfir og njótið!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






