Markaðurinn
Sænsku bollurnar – Semlur
Hér er uppskrift að ljúffengum og klassískum semlum – sænsku útgáfunni af bolludagsbollum, sem eiga rætur í dásamlegri sænskri bökunarhefð. Þessar mjúku og bragðgóðu bollur eru fylltar með silkimjúku marsípan remonce og þeyttum rjóma. Girnilegur valkostur við hinar hefðbundnu íslensku bollur!
Hægt er að finna allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift inn á vefverslun Danól, ásamt allt fyrir bolludaginn: Allt fyrir bolludaginn – Danól
Innihald:
Uppskrift er ætluð fyrir 20 stykki.
Bolludeig:
5 dl Mjólk
50 g Pressuger
1,50 dl Sykur (950010)
2 tsk Kardimommu duft
1 tsk Salt (930206)
150 g Smjör
1 Egg (593050)
12 dl Hveiti (900436)
1 Egg til að pensla (593050)
Fylling:
100 g Persipan (960256)
100 g Sykur (950010)
150 g Smjör við stofuhita
3 dl Þeyttur rjómi (593607)
Skreyting:
Flórsykur (950031)
Leiðbeiningar:
Bollur:
Hitið ofninn í 200°C. Látið mjólkina ná stofuhita og leysið gerið upp í henni í stórri skál. Bætið sykri, salti og kardimommu við og hrærið saman. Skerið smjörið í litla bita og blandið því saman við. Hrærið síðan egginu út í.
Bætið hveitinu smám saman við og hnoðið þar til deigið verður slétt og samfellt. Látið það hefast í um 30 mínútur.
Hnoðið svo deigið létt og skiptið því í 20 jafnstóra bita. Rúllið bitunum í bollur og raðið á bökunarplötu. Látið þær hefast í 20 mínútur til viðbótar.
Penslið bollurnar með eggi og bakið í miðjum ofni í um það bil 10 mínútur, eða þar til þær eru gullinbrúnar og leyfið þeim svo að kólna.
Marsípanfylling:
Blandið marsípani og sykri saman í einsleitan massa.
Bætið smjörinu við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli.
Skreyting:
Skerið toppinn af bollunum og skafið aðeins úr miðjunni.
Smyrjið lag af marsípan-remonce á bollurnar.
Þeytið rjómann þar til hann verður léttur og loftmikill. Sprautið honum yfir marsípanfyllinguna og setjið toppinn aftur á bollurnar.
Að lokum, sigtið smá flórsykur yfir og njótið!

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun