Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sælkeradreifing gerir samning við Kokkalandsliðið

Birting:

þann

T.v. Kristinn Vagnsson og Gissur Guðmundsson forseti KM við undirritun samnings

Sælkeradreifing gerði styrktarsamning við Landslið matreiðslumanna í dag og gildir samningurinn í fjögur ár.

Freisting.is hafði samband við framkvæmdarstjóra Sælkeradreifingu, hann Kristinn Vagnsson og spurði hvernig það stóð til að Sælkeradreifing styrkti landsliðið og hann svaraði með bros á vör:

„“Það er einfalt, þeir í Landsliðinu eru ánægðir með vörur og þjónustustig Sælkeradreifingar og hafa í gegnum tíðina verslað mikið við okkur og vildum við sýna fram á þakklæti til Íslenska Landsliðsins og styrkja strákana okkar, enda einvalalið þar á ferð, svaraði Kristinn, og bætir við, ”Sælkeradreifing hefur sýnt stærstan vöxt í þessum vörum sem þeir nota daglega“.

Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum dugnaði og elju hefur verið unnið á þeim bæ og er því að þakka meðlimum landsliðsins og metnaðarfulla starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur unnið.

Landslið matreiðslumanna er í umsjón Klúbb Matreiðslumeistara.

Undirbúningur fyrir heimsmeistarkeppni í Luxemborg í lok Nóvember 2006 standa nú yfir hjá Landsliðinu og er þar af leiðandi góður stuðningur sem Landsliðið fær frá Sælkeradreifingu, þar sem Sælkeradreifing hefur uppá margar afburða að vörur bjóða. Æfingar hjá landsliðinu fara fram í Hótel og matvælaskólanum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið