Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeradreifing gerir samning við Kokkalandsliðið
Sælkeradreifing gerði styrktarsamning við Landslið matreiðslumanna í dag og gildir samningurinn í fjögur ár.
Freisting.is hafði samband við framkvæmdarstjóra Sælkeradreifingu, hann Kristinn Vagnsson og spurði hvernig það stóð til að Sælkeradreifing styrkti landsliðið og hann svaraði með bros á vör:
„Það er einfalt, þeir í Landsliðinu eru ánægðir með vörur og þjónustustig Sælkeradreifingar og hafa í gegnum tíðina verslað mikið við okkur og vildum við sýna fram á þakklæti til Íslenska Landsliðsins og styrkja strákana okkar, enda einvalalið þar á ferð, svaraði Kristinn, og bætir við, Sælkeradreifing hefur sýnt stærstan vöxt í þessum vörum sem þeir nota daglega“.
Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum dugnaði og elju hefur verið unnið á þeim bæ og er því að þakka meðlimum landsliðsins og metnaðarfulla starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur unnið.
Landslið matreiðslumanna er í umsjón Klúbb Matreiðslumeistara.
Undirbúningur fyrir heimsmeistarkeppni í Luxemborg í lok Nóvember 2006 standa nú yfir hjá Landsliðinu og er þar af leiðandi góður stuðningur sem Landsliðið fær frá Sælkeradreifingu, þar sem Sælkeradreifing hefur uppá margar afburða að vörur bjóða. Æfingar hjá landsliðinu fara fram í Hótel og matvælaskólanum.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé