Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeradreifing gerir samning við Kokkalandsliðið
Sælkeradreifing gerði styrktarsamning við Landslið matreiðslumanna í dag og gildir samningurinn í fjögur ár.
Freisting.is hafði samband við framkvæmdarstjóra Sælkeradreifingu, hann Kristinn Vagnsson og spurði hvernig það stóð til að Sælkeradreifing styrkti landsliðið og hann svaraði með bros á vör:
„Það er einfalt, þeir í Landsliðinu eru ánægðir með vörur og þjónustustig Sælkeradreifingar og hafa í gegnum tíðina verslað mikið við okkur og vildum við sýna fram á þakklæti til Íslenska Landsliðsins og styrkja strákana okkar, enda einvalalið þar á ferð, svaraði Kristinn, og bætir við, Sælkeradreifing hefur sýnt stærstan vöxt í þessum vörum sem þeir nota daglega“.
Þeir sem fylgst hafa með landsliðinu á undanförnum árum vita af hversu miklum dugnaði og elju hefur verið unnið á þeim bæ og er því að þakka meðlimum landsliðsins og metnaðarfulla starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur unnið.
Landslið matreiðslumanna er í umsjón Klúbb Matreiðslumeistara.
Undirbúningur fyrir heimsmeistarkeppni í Luxemborg í lok Nóvember 2006 standa nú yfir hjá Landsliðinu og er þar af leiðandi góður stuðningur sem Landsliðið fær frá Sælkeradreifingu, þar sem Sælkeradreifing hefur uppá margar afburða að vörur bjóða. Æfingar hjá landsliðinu fara fram í Hótel og matvælaskólanum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin