Vín, drykkir og keppni
Rykug og ómerkt kampavínsflaska seld á tæplega 7.4 milljónir
Flaska af Perrier-Jouët „Brut Millesimé“ úr kampavínsárganginum frá 1874 seldist á 7.4 milljónir (ísl. kr.) á uppboði hjá Christie’s og var það langt fyrir ofan en áætlað var, en lágmarksboð var 2.5 milljónir.
Flaskan var hluti af safni sjaldgæfra árganga sem fengin var beint frá Maison Perrier-Jouët.
„Þó útlit flöskunnar hafi verið rykug og ómerkt, þá hefur vínið varið næstum 150 árum við kjöraðstæður“,
sagði Tim Triptree MW, framkvæmdastjóri áfengisdeildar Christie’s uppboðsins.
„Kampavínið mun líklega hafa misst mest af búbblinu sínu, þar sem gosið minnkar með tímanum, en það ætti samt að hafa gott sýrustig og ferskleika.“
Bætti Tim Triptree við.
Metuppboð var hjá áfengisdeild Christie’s, en samtals seldust vín á rúmlega 1.3 milljarða (ísl. kr.) á uppboðinu.
Mynd: christies.com

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun