Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Rykug og ómerkt kampavínsflaska seld á tæplega 7.4 milljónir

Birting:

þann

Rykug og ómerkt kampavínsflaska seld á tæplega 7.4 milljónir

Flaska af Perrier-Jouët „Brut Millesimé“ úr kampavínsárganginum frá 1874 seldist á 7.4 milljónir (ísl. kr.) á uppboði hjá Christie’s og var það langt fyrir ofan en áætlað var, en lágmarksboð var 2.5 milljónir.

Flaskan var hluti af safni sjaldgæfra árganga sem fengin var beint frá Maison Perrier-Jouët.

„Þó útlit flöskunnar hafi verið rykug og ómerkt, þá hefur vínið varið næstum 150 árum við kjöraðstæður“,

sagði Tim Triptree MW, framkvæmdastjóri áfengisdeildar Christie’s uppboðsins.

„Kampavínið mun líklega hafa misst mest af búbblinu sínu, þar sem gosið minnkar með tímanum, en það ætti samt að hafa gott sýrustig og ferskleika.“

Bætti Tim Triptree við.

Metuppboð var hjá áfengisdeild Christie’s, en samtals seldust vín á rúmlega 1.3 milljarða (ísl. kr.) á uppboðinu.

Mynd: christies.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið