Keppni
Róbert Aron Garðarsson Proppé vinnur Eagle Award á HM Barþjóna
Íslendingurinn með frábæran árangur: Náði 2. sæti í sínum flokki á Heimsmeistaramóti Barþjóna!
Íslenski barþjónninn Róbert Aron Garðarsson Proppé lauk í gær keppni á World Cocktail Championship (WCC) 2025 í Cartagena með frábærum árangri, en hann hlaut hin eftirsóttu Eagle Award verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu.
Þrátt fyrir að hafa ekki náð sæti í ofurúrslitunum (Top 3), náði Róbert Aron ótrúlegum árangri þegar hann lenti í 2. sæti í sínum riðli, flokknum „Before Dinner“, í undankeppninni og tryggði sig þannig í 15 manna úrslitin þar sem keppt var í skriflegu kunnáttu prófi, bragð og lyktarprófi og svo kallaðri “Market Challenge” keppni þar sem keppendur þurftu að versla öll hráefni og útbúa nýjan drykk á 90 mínútum.
Eagle Award: Viðurkenning fyrir ungt stjörnuefni
Eagle Award verðlaunin eru veitt ungum keppanda sem hefur skarað fram úr á mótinu og sýnt fram á mikla hæfileika og möguleika til framtíðar. Þessi viðurkenning undirstrikar hversu framúrskarandi framlag Róberts var á mótinu sem samanstóð af keppendum frá 65 löndum.
Róbert keppti með kokteilnum sínum, Prelude, sem er blanda af Espolon Reposado Tequila, Campari, Monin Timur Berry Cordial og íslensku sódavatni.
Úrslit kynnt á hátíðarkvöldverði
Á hátíðarkvöldverðinum og verðlaunaathöfninni á fimmtudagskvöldinu voru veitt fjöldi verðlauna. Róbert Aron hlaut viðurkenningu sína þar.
Úrslit
1. sæti – Pierre Munier frá Frakklandi
2. sæti – José Valintin frá Puerto Rico
3. sæti – Jin Hwam Kim frá Suður Kóreu
1. sæti í Flair – Deniss Trifanos frá Lettlandi
Róbert Aron Garðarsson Proppé getur verið afar stoltur af frammistöðu sinni, að ná 2. sæti í sínum riðli og hljóta Eagle Award verðlaunin á heimsmeistaramóti barþjóna, sem sýnir að íslenskir barþjónar eru í fremstu röð á heimsvísu.
Á Instagram síðu Barjónaklúbbs Íslands má svo nálgast fullt af efni frá keppninni.
Hér má sjá öll þau verðlaun sem voru veitt:
View this post on Instagram
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir












