Keppni
Róbert Aron Garðarsson Proppé vinnur Eagle Award á HM Barþjóna
Íslendingurinn með frábæran árangur: Náði 2. sæti í sínum flokki á Heimsmeistaramóti Barþjóna!
Íslenski barþjónninn Róbert Aron Garðarsson Proppé lauk í gær keppni á World Cocktail Championship (WCC) 2025 í Cartagena með frábærum árangri, en hann hlaut hin eftirsóttu Eagle Award verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu.
Þrátt fyrir að hafa ekki náð sæti í ofurúrslitunum (Top 3), náði Róbert Aron ótrúlegum árangri þegar hann lenti í 2. sæti í sínum riðli, flokknum „Before Dinner“, í undankeppninni og tryggði sig þannig í 15 manna úrslitin þar sem keppt var í skriflegu kunnáttu prófi, bragð og lyktarprófi og svo kallaðri “Market Challenge” keppni þar sem keppendur þurftu að versla öll hráefni og útbúa nýjan drykk á 90 mínútum.
Eagle Award: Viðurkenning fyrir ungt stjörnuefni
Eagle Award verðlaunin eru veitt ungum keppanda sem hefur skarað fram úr á mótinu og sýnt fram á mikla hæfileika og möguleika til framtíðar. Þessi viðurkenning undirstrikar hversu framúrskarandi framlag Róberts var á mótinu sem samanstóð af keppendum frá 65 löndum.
Róbert keppti með kokteilnum sínum, Prelude, sem er blanda af Espolon Reposado Tequila, Campari, Monin Timur Berry Cordial og íslensku sódavatni.
Úrslit kynnt á hátíðarkvöldverði
Á hátíðarkvöldverðinum og verðlaunaathöfninni á fimmtudagskvöldinu voru veitt fjöldi verðlauna. Róbert Aron hlaut viðurkenningu sína þar.
Úrslit
1. sæti – Pierre Munier frá Frakklandi
2. sæti – José Valintin frá Puerto Rico
3. sæti – Jin Hwam Kim frá Suður Kóreu
1. sæti í Flair – Deniss Trifanos frá Lettlandi
Róbert Aron Garðarsson Proppé getur verið afar stoltur af frammistöðu sinni, að ná 2. sæti í sínum riðli og hljóta Eagle Award verðlaunin á heimsmeistaramóti barþjóna, sem sýnir að íslenskir barþjónar eru í fremstu röð á heimsvísu.
Á Instagram síðu Barjónaklúbbs Íslands má svo nálgast fullt af efni frá keppninni.
Hér má sjá öll þau verðlaun sem voru veitt:
View this post on Instagram
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025












