Sverrir Halldórsson
Rib-eye steik, franskar kartöflur og Bearnaise sósa á Holtinu
Þeir á Holtinu buðu vefklúbbsfélögum tilboð sem ekki var hægt að neita, en boðið var upp á fimmtudags – föstudags- og laugardagshádegi og eins og áður segir rib-eye steik með tvísteiktum frönskum kartöflum og Bearnaise sósu.
Ég mætti á svæðið til að njóta og það gerði ég svo sannarlega, ég byrjaði á að fá mér Graflax Holtsins eins frá 1966 með hunangsinnepssósu og ristuðu brauði og þvílík dásemd.
Þegar þjónninn kom með kókið þá kom hann með flöskuna á bakka og opnaði hana fyrir framan mig og hellti fagmannlega í glasið, það er svo smáatriði sem skilja þá bestu frá ekki bestu.
Svo kom steikin og var hún alveg guðdómleg, kartöflurnar æðislegar og sósan ekta Bearnaise en ekki Foyot eins og flestir bera fram sem Bearnaissósu, en nafnbreytingin á sér stað þegar kjötkrafti er bætt út í Bearnaise sósuna.
Ég bara spyr hvenær kemur Michelin stjarnan?
Hlakka til næsta tilboðs í vefklúbbnum.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.