Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

René Redzepi kíkti í 6 rétta á Geira Smart

Birting:

þann

Íslandsvinurinn og danski stjörnukokkurinn René Redzepi er staddur hér á landi og borðaði meðal annars á Geira Smart og fékk sér 6 rétta máltíð. Ragnar Pétursson matreiðslumeistari fékk að sjálfsögðu „selfie“ með Redzepi.  Ekki er vitað hve lengi René Redzepi ætlar að dvelja hér á Íslandi.

René Redzepi er yfirkokkur og stofnandi Noma í Kaupmannahöfn og er sannkallaður sendiherra norrænu matargerðar. Noma hefur unnið fjórum sinnum til verðlauna sem besta veitingahús í heimi ásamt því að vera valið veitingahús ársins á Norðurlöndunum.  Noma hefur verið lokað fyrir fullt og allt og vinnur nú René Redzepi að því að opna nýjan veitingastað í Kristjaníu í Danmörku, en áætlað er að opna í desember næstkomandi.

Lumar þú á skemmtilegri sögu af Íslandsferð René Redzepi? Láttu okkur endilega vita á [email protected] eða í gegnum þetta einfalda form hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið