Keppni
RCW drykkur ársins er frá Public House Gastropub
Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.
Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.
Dómnefnd:
- Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
- Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
- Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
- Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
- Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Mynd af instagram síðu /publichousegastropub
Myndir frá hátíðinni væntanlegar.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata