Vertu memm

Keppni

RCW drykkur ársins er frá Public House Gastropub

Birting:

þann

Public House Gastropub

Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.

Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:

– Apótek Restaurant

– Geiri Smart

– Út í bláinn

– Sushi Social

– Public House Gastropub

Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.

Dómnefnd:

  • Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
  • Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
  • Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
  • Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
  • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Mynd af instagram síðu /publichousegastropub

Myndir frá hátíðinni væntanlegar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið