Keppni
RCW drykkur ársins er frá Public House Gastropub
Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.
Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.
Dómnefnd:
- Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
- Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
- Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
- Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
- Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Mynd af instagram síðu /publichousegastropub
Myndir frá hátíðinni væntanlegar.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






