Keppni
RCW drykkur ársins er frá Public House Gastropub
Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.
Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.
Dómnefnd:
- Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
- Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
- Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
- Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
- Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.
Mynd af instagram síðu /publichousegastropub
Myndir frá hátíðinni væntanlegar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan