Uppskriftir
Rabbabaradessert
Fyrir 4
3 stönglar rabbabari
200 g blönduð frosin ber
150 g flórsykur
180 g hafrar
120 g möndlumjöl
120 g púðursykur
1 msk kanill
1 tsk kardimommur
120 g smjör
Aðferð:
Skerið rabbabarastönglana í bita og setjið í skál ásamt berjum og flórsykri. Setjið allt þurrefnið í skál og myljið svo smjörið saman við með höndunum og blandið vel saman.
Setjið ávextina í eldfast mót (má líka móta skál úr tvöföldum álpappír).
Setjið svo hafrablönduna yfir ávextina og grillið þar til þetta byrjar að bubbla.
Nauðsynlegt að bera fram ís eða gríska jógúrt með þessum dessert.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti