Uppskriftir
Rabbabaradessert
Fyrir 4
3 stönglar rabbabari
200 g blönduð frosin ber
150 g flórsykur
180 g hafrar
120 g möndlumjöl
120 g púðursykur
1 msk kanill
1 tsk kardimommur
120 g smjör
Aðferð:
Skerið rabbabarastönglana í bita og setjið í skál ásamt berjum og flórsykri. Setjið allt þurrefnið í skál og myljið svo smjörið saman við með höndunum og blandið vel saman.
Setjið ávextina í eldfast mót (má líka móta skál úr tvöföldum álpappír).
Setjið svo hafrablönduna yfir ávextina og grillið þar til þetta byrjar að bubbla.
Nauðsynlegt að bera fram ís eða gríska jógúrt með þessum dessert.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni5 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni