Vertu memm

Uppskriftir

Rabbabaradessert

Birting:

þann

Rabbabaradessert - Rabbabara - Eftirréttir

Fyrir 4

3 stönglar rabbabari
200 g blönduð frosin ber
150 g flórsykur
180 g hafrar
120 g möndlumjöl
120 g púðursykur
1 msk kanill
1 tsk kardimommur
120 g smjör

Aðferð:

Skerið rabbabarastönglana í bita og setjið í skál ásamt berjum og flórsykri. Setjið allt þurrefnið í skál og myljið svo smjörið saman við með höndunum og blandið vel saman.

Setjið ávextina í eldfast mót (má líka móta skál úr tvöföldum álpappír).

Setjið svo hafrablönduna yfir ávextina og grillið þar til þetta byrjar að bubbla.

Nauðsynlegt að bera fram ís eða gríska jógúrt með þessum dessert.

Höfundur er Hrefna Sætran.

Mynd: Björn Arnason

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið