Uppskriftir
Rabbabaradessert
Fyrir 4
3 stönglar rabbabari
200 g blönduð frosin ber
150 g flórsykur
180 g hafrar
120 g möndlumjöl
120 g púðursykur
1 msk kanill
1 tsk kardimommur
120 g smjör
Aðferð:
Skerið rabbabarastönglana í bita og setjið í skál ásamt berjum og flórsykri. Setjið allt þurrefnið í skál og myljið svo smjörið saman við með höndunum og blandið vel saman.
Setjið ávextina í eldfast mót (má líka móta skál úr tvöföldum álpappír).
Setjið svo hafrablönduna yfir ávextina og grillið þar til þetta byrjar að bubbla.
Nauðsynlegt að bera fram ís eða gríska jógúrt með þessum dessert.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






