Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Public House Gastropub er nýr veitingastaður á Laugaveginum
Public House Gastropub er nýr veitingastaður við Laugaveg 24 þar sem Lemon var áður til húsa. Staðurinn mun taka 55 manns í sæti og pöbba stemmning ráða ríkjum með háklassa mat með asískum áhrifum.
Eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson og Gunnsteinn Helgi Maríusson, en þeir eru ekki ókunngir veitingabransanum þar sem þeir hafa opnað Íslenska barinn, Uno og Sushisamba saman.
Á Public House Gastropub ætlum við að hafa hágæða matreiðslu og hágæða stemmingu. Við matreiðsluna notumst við íslenskt hráefni en bætum við smá japansku tvisti, því okkur finnst gaman að leika okkur smá með mat og drykk.
Allir réttir á Public House Gastropub eru smáréttir, þú parar saman matseðil með þínum réttum en við sjáum um að para bjór og aðra drykki við réttina ef þú ert í stemmingu fyrir það. Við berum síðan réttina á borð fyrir þig í þeirri röð sem þeir eru tilbúnir, við lofum samt að geyma eftirréttina alltaf þangað til síðast.
Þar sem það skiptir miklu máli fyrir okkur að matargestir fari saddir út, finnst okkur rétt að benda á að við mælum með 3-5 réttum á mann fyrir fulla máltíð.
Brunch gerir góða helgi enn betri, það eina sem getur toppað góðan brunch er brunch með smá bubbly. Champagne brunch allar helgar á Public house Gastropub.
, sagði Eyþór í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um mat- og vínseðilinn. Stutt er í að Public House Gastropub opnar, en áætlað er að opna í lok apríl.
Myndir: af instagram síðu Public House Gastropub.
Facebook síða: Public House Gastropub.
Heimasíða: www.publichouse.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði