Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Public House Gastropub er nýr veitingastaður á Laugaveginum
Public House Gastropub er nýr veitingastaður við Laugaveg 24 þar sem Lemon var áður til húsa. Staðurinn mun taka 55 manns í sæti og pöbba stemmning ráða ríkjum með háklassa mat með asískum áhrifum.
Eigendur eru Eyþór Mar Halldórsson og Gunnsteinn Helgi Maríusson, en þeir eru ekki ókunngir veitingabransanum þar sem þeir hafa opnað Íslenska barinn, Uno og Sushisamba saman.
Á Public House Gastropub ætlum við að hafa hágæða matreiðslu og hágæða stemmingu. Við matreiðsluna notumst við íslenskt hráefni en bætum við smá japansku tvisti, því okkur finnst gaman að leika okkur smá með mat og drykk.
Allir réttir á Public House Gastropub eru smáréttir, þú parar saman matseðil með þínum réttum en við sjáum um að para bjór og aðra drykki við réttina ef þú ert í stemmingu fyrir það. Við berum síðan réttina á borð fyrir þig í þeirri röð sem þeir eru tilbúnir, við lofum samt að geyma eftirréttina alltaf þangað til síðast.
Þar sem það skiptir miklu máli fyrir okkur að matargestir fari saddir út, finnst okkur rétt að benda á að við mælum með 3-5 réttum á mann fyrir fulla máltíð.
Brunch gerir góða helgi enn betri, það eina sem getur toppað góðan brunch er brunch með smá bubbly. Champagne brunch allar helgar á Public house Gastropub.
, sagði Eyþór í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um mat- og vínseðilinn. Stutt er í að Public House Gastropub opnar, en áætlað er að opna í lok apríl.
Myndir: af instagram síðu Public House Gastropub.
Facebook síða: Public House Gastropub.
Heimasíða: www.publichouse.is
-
Frétt21 klukkustund síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum