Uppskriftir
Pottréttur með nautakjöti og graskeri
Heildartími: 90 mín
Undirbúningstími: 15 mín
Hentar fyrir 4
Hráefni
- 2 msk. ólífuolía
- 500 g nautakjöt, skorið í teninga (u.þ.b. 2,5 cm)
- 10 g hveiti
- ½ tsk. sinnep
- 1 laukur
- 1 sellerí
- 75 g gulrætur
- 2 hvítlauksrif
- 300 g sveppir, skornir í sneiðar
- 500 g grasker
- 1 dós hvítar baunir (u.þ.b. 400 g)
- 1 dós afhýddir tómatar (u.þ.b. 400 g)
- 1 lárviðarlauf
- 3 stilkar timían, laufin tínd af
- 3 stilkar rósmarín, nálarnar tíndar af
- ½ msk. Worcestershire-sósa (má sleppa)
- 300 ml nautateningur frá Knorr, uppleystur í vatni
- Salt og pipar
Aðferð
Skref 1
Skerðu allt grænmetið í jafn stóra teninga og hakkaðu hvítlauk.
Skref 2
Veltu kjötteningunum upp úr hveiti, sinnepi, salti og pipar.
Skref 3
Helltu helmingnum af olíunni í pott og hitaðu hana. Steiktu kjötið þar til það verður fallega gullinbrúnt. Settu það á disk.
Skref 4
Settu afganginn af olíunni út í pottinn ásamt grænmeti, hvítlauk og kryddjurtum og steiktu í 5 mín.
Skref 5
Settu kjötið aftur út í pottinn ásamt tómötum, baunum og kjötsoði.
Skref 6
Láttu suðuna koma upp og lækkaðu síðan hitann. Láttu réttinn malla í 1,5 klst. eða þar til kjötið er orðið meyrt.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið11 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






