Uppskriftir
Poppkorn með súkkulaði, kókosolíu og hnetum
Það getur stundum verið erfitt að lifa heilbrigðum lífsstíl en hægt að velja aðeins hollara millimál en bland í poka. Eftirfarandi poppuppskrift er auðveld og góð.
100 g lífrænn poppmaís
3 msk. lífræn kókosolía
1 stk. ósykrað súkkulaði eða annað gott súkkulaði
3 msk. ljóst agave sýróp eða ögn hrásykur
1 msk. hnetu Nutella
2 msk. ósykraður rifinn kókos eða blandaðar hnetur (valfrjálst)
Aðferð
Poppaðu poppmaís í örbylgjuofni eða í potti með loki (ef settur er hrásykur rétt áður en maísinn er settur í pottinn þarf að hafa hröð handtök í að sturta innihaldinu á bökunarplötu áður en karamellan brennur).
Setjið kókosolíu, súkkulaði, agave og vanillu á steikarpönnu og setjið í ofninn meðan það er forhitað.
Takið pönnu úr ofni þegar allt er brætt og hrærið innihaldsefnin saman til að blandan verði jöfn.
Bætið poppkorni og hnetum við súkkulaðiblönduna og hrærið saman við þar til allt er hjúpað.
Bakið í þrjár til sex mínútur, hrærið í þessu á tveggja mínútna fresti.
Kælið. Setjið poppkornið í loftþétt ílát og hrærið rifnum kókos saman við ef þess er óskað.
Njótið!
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!