Veitingarýni
Pizzasmiðjan – Veitingarýni
Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.
Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.
Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.
Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.
Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.
Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.
Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.
Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.

Pizzaofninn frá Ítalska fyrirtækinu Morelloforni er oft kallaður konungur pizzuofna.
Fjarlægja þurfti útiglugga á veitingastaðnum til að koma pizzaofninum inn.
Myndir: Smári / Veitingageirinn

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni1 dagur síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 klukkustund síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards