Veitingarýni
Pizzasmiðjan – Veitingarýni
Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.
Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.
Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.
Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.
Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.
Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.
Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.
Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.
Myndir: Smári / Veitingageirinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum