Veitingarýni
Pizzasmiðjan – Veitingarýni
Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.
Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.
Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.
Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.
Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.
Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.
Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.
Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.
Myndir: Smári / Veitingageirinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana