Veitingarýni
Pizzasmiðjan – Veitingarýni
Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.
Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.
Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.
Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.
Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.
Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.
Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.
Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.

Pizzaofninn frá Ítalska fyrirtækinu Morelloforni er oft kallaður konungur pizzuofna.
Fjarlægja þurfti útiglugga á veitingastaðnum til að koma pizzaofninum inn.
Myndir: Smári / Veitingageirinn

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti