Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pítsugerðin opnar í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

Pítsugerðin er nýr veitingastaður við Bárustíg 1 í Vestmannaeyjum en staðurinn opnar 15. maí næstkomandi.

Eigendur eru hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason sem eru jafnframt eigendur GOTT veitingastaðanna, Theódóra Ágústsdóttir og Anton Örn Eggertsson.

Pítsugerðin tekur 25 til 30 í sæti og um eldamennskuna sér Anton Örn Eggertsson og um þjónustuna sér Theódóra Ágústsdóttir.

Til að byrja með verður opið frá klukkan 17 til 22 og þegar sumarið er komið í fullan gír í Vestmannaeyjum þá verður opið frá 12:00 til 22.

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

Sigurður Gíslason matreiðslumaður

Í boði verða eldbakaðar pítsur af bestu gerð og Rollsinn í pítsaofnum: Morelloformi. Bróðir Berglindar, Pálmi býr á Ítalíu en hann heimsótti framleiðendur og aðstoðaði þau við að finna besta ofninn. Brjóta þurfti veggi á veitingastaðnum til þess að koma 2,6 tonna ofninum inn.

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

Pítsugerðin í Vestmannaeyjum

„Við leggjum okkur fram við að gera ekta eldbakaðar pítsur með úrvals sérvöldu hráefni sem við vitum að íslendingar og einnig erlendir gestir okkar munu kunna að meta. Við verðum með local bjór með, bæði íslenskan gull og svo Eldfell frá Brothers brewery.“

Sagði Berglind í samtali við veitingageirinn.is.

Vídeó

Myndir: aðsendar og Gunnar Ingi Gíslason

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið