Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Pítsugerðin opnar í Vestmannaeyjum
Pítsugerðin er nýr veitingastaður við Bárustíg 1 í Vestmannaeyjum en staðurinn opnar 15. maí næstkomandi.
Eigendur eru hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason sem eru jafnframt eigendur GOTT veitingastaðanna, Theódóra Ágústsdóttir og Anton Örn Eggertsson.
Pítsugerðin tekur 25 til 30 í sæti og um eldamennskuna sér Anton Örn Eggertsson og um þjónustuna sér Theódóra Ágústsdóttir.
Til að byrja með verður opið frá klukkan 17 til 22 og þegar sumarið er komið í fullan gír í Vestmannaeyjum þá verður opið frá 12:00 til 22.
Í boði verða eldbakaðar pítsur af bestu gerð og Rollsinn í pítsaofnum: Morelloformi. Bróðir Berglindar, Pálmi býr á Ítalíu en hann heimsótti framleiðendur og aðstoðaði þau við að finna besta ofninn. Brjóta þurfti veggi á veitingastaðnum til þess að koma 2,6 tonna ofninum inn.
„Við leggjum okkur fram við að gera ekta eldbakaðar pítsur með úrvals sérvöldu hráefni sem við vitum að íslendingar og einnig erlendir gestir okkar munu kunna að meta. Við verðum með local bjór með, bæði íslenskan gull og svo Eldfell frá Brothers brewery.“
Sagði Berglind í samtali við veitingageirinn.is.
Vídeó
Myndir: aðsendar og Gunnar Ingi Gíslason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin