Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla

Birting:

þann

Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla

Síðastliðið þriðjudagskvöld fór fram líflegt Pílumót veitingafólks á veitingastaðnum Oche í Kringlunni.  Mótið, sem var skipulagt af Mekka Wines & Spirits, var vel heppnað og voru um 80 starfsmenn veitingastaða sem komu saman til að keppa um titilinn Pílumeistarinn 2025.

Keppt var í liðakeppni, þar sem hver starfsmaður veitingastaðarins lagði sitt af mörkum með framúrskarandi liðsanda og einbeittum skotum.  Sigurlið kvöldsins stóð upp úr með ótrúlegri frammistöðu, og úrslitin urðu eftirfarandi:

1. sæti – Bullseye Badboys: Sveinn Skorri og Gísli Veltan
2. sæti – Lux Veitingar: Hinrik Örn og Ingimundur
3. sæti – Kokteilstofa Kormáks & Skjaldar: Anton Leví og Björn Óskar

Þeir sem mættu tóku undir að mótið væri frábær vettvangur fyrir starfsfólk veitingageirans til að hittast, efla tengslanetið og skemmta sér í leiðinni.

Myndirnar, sem Ómar Vilhelmsson tók, fanga stemninguna, keppnisandann og gleðina sem einkenndu kvöldið.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið