Vertu memm

Markaðurinn

Perlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins

Birting:

þann

Friðgeir Ingi Eiríksson á EIRIKSSON Brasserie og Guðmundur Ragnarsson, betur þekktur sem „Gummi í Laugarási“, standa nú að endurskipulagningu veitingarekstrarins á 5. hæð Perlunnar.

Fram undan eru spennandi breytingar, meðal annars endurnýjun húsgagna og nýtt yfirbragð á veitingasvæðinu. Nýju húsgögnin eru hönnuð og framleidd á Ítalíu af hinum virtu húsgagnamerki PEDRALI, og verða þau sett upp fyrir næstu mánaðamót ef allt gengur upp.

„Við höfum verið hér frá því á tímum heimsfaraldursins og ávallt lagt áherslu á að skapa notalegt og líflegt andrúmsloft,“

segir Friðgeir Eiríksson.

„Nú tekur við nýr kafli með fersku útliti, en sama hlýja stemningin heldur áfram.“

Jólahlaðborðið snýr aftur og villibráðarhlaðborð fram undan

Í ár verður hið vinsæla jólahlaðborð Perlunnar endurvakið, en það var um árabil eitt það glæsilegasta í Reykjavík. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á villibráðarhlaðborð árið 2026, þar sem lögð verður áhersla á gæði, íslenskt hráefni og einstaka upplifun.

„Við í Perlunni erum ótrúlega spennt fyrir þessum breytingum,“

segir starfsfólk Perlunnar í sameiginlegri yfirlýsingu.

„Það hefur ávallt verið mikil gleði og jákvæð orka í okkar starfi og nú horfum við bjartsýn fram á veginn.“

Núverandi húsgögn til sölu

Húsgögnin sem fyrir eru á 5. hæð, þar á meðal borð og stólar, eru nú til sölu á mjög hagstæðum kjörum.

Frekari upplýsingar veitir Ármann í tölvupósti á [email protected].

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið