Markaðurinn
Perlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
Friðgeir Ingi Eiríksson á EIRIKSSON Brasserie og Guðmundur Ragnarsson, betur þekktur sem „Gummi í Laugarási“, standa nú að endurskipulagningu veitingarekstrarins á 5. hæð Perlunnar.
Fram undan eru spennandi breytingar, meðal annars endurnýjun húsgagna og nýtt yfirbragð á veitingasvæðinu. Nýju húsgögnin eru hönnuð og framleidd á Ítalíu af hinum virtu húsgagnamerki PEDRALI, og verða þau sett upp fyrir næstu mánaðamót ef allt gengur upp.
„Við höfum verið hér frá því á tímum heimsfaraldursins og ávallt lagt áherslu á að skapa notalegt og líflegt andrúmsloft,“
segir Friðgeir Eiríksson.
„Nú tekur við nýr kafli með fersku útliti, en sama hlýja stemningin heldur áfram.“
Jólahlaðborðið snýr aftur og villibráðarhlaðborð fram undan
Í ár verður hið vinsæla jólahlaðborð Perlunnar endurvakið, en það var um árabil eitt það glæsilegasta í Reykjavík. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á villibráðarhlaðborð árið 2026, þar sem lögð verður áhersla á gæði, íslenskt hráefni og einstaka upplifun.
„Við í Perlunni erum ótrúlega spennt fyrir þessum breytingum,“
segir starfsfólk Perlunnar í sameiginlegri yfirlýsingu.
„Það hefur ávallt verið mikil gleði og jákvæð orka í okkar starfi og nú horfum við bjartsýn fram á veginn.“
Núverandi húsgögn til sölu
Húsgögnin sem fyrir eru á 5. hæð, þar á meðal borð og stólar, eru nú til sölu á mjög hagstæðum kjörum.
Frekari upplýsingar veitir Ármann í tölvupósti á [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Bocuse d´Or13 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni19 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin













