Markaðurinn
Perlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
Friðgeir Ingi Eiríksson á EIRIKSSON Brasserie og Guðmundur Ragnarsson, betur þekktur sem „Gummi í Laugarási“, standa nú að endurskipulagningu veitingarekstrarins á 5. hæð Perlunnar.
Fram undan eru spennandi breytingar, meðal annars endurnýjun húsgagna og nýtt yfirbragð á veitingasvæðinu. Nýju húsgögnin eru hönnuð og framleidd á Ítalíu af hinum virtu húsgagnamerki PEDRALI, og verða þau sett upp fyrir næstu mánaðamót ef allt gengur upp.
„Við höfum verið hér frá því á tímum heimsfaraldursins og ávallt lagt áherslu á að skapa notalegt og líflegt andrúmsloft,“
segir Friðgeir Eiríksson.
„Nú tekur við nýr kafli með fersku útliti, en sama hlýja stemningin heldur áfram.“
Jólahlaðborðið snýr aftur og villibráðarhlaðborð fram undan
Í ár verður hið vinsæla jólahlaðborð Perlunnar endurvakið, en það var um árabil eitt það glæsilegasta í Reykjavík. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á villibráðarhlaðborð árið 2026, þar sem lögð verður áhersla á gæði, íslenskt hráefni og einstaka upplifun.
„Við í Perlunni erum ótrúlega spennt fyrir þessum breytingum,“
segir starfsfólk Perlunnar í sameiginlegri yfirlýsingu.
„Það hefur ávallt verið mikil gleði og jákvæð orka í okkar starfi og nú horfum við bjartsýn fram á veginn.“
Núverandi húsgögn til sölu
Húsgögnin sem fyrir eru á 5. hæð, þar á meðal borð og stólar, eru nú til sölu á mjög hagstæðum kjörum.
Frekari upplýsingar veitir Ármann í tölvupósti á [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður













