Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pepsi aðdáandi slær heimsmet – Christian: „Ég á yfir 12 þúsund Pepsi dósir“ – Vídeó
Ítalski Pepsi aðdáandinn Christian Cavaletti á gríðarlegt safn af Pepsi-dósum. Úrvalið er það mikið að það hefur slegið heimsmet í stærsta safni af Pepsi-dósum.
Safnið inniheldur 12.402 dósir frá öllum heimshornum og margar dósir eru mjög sjaldgæfar.
Christian, sem er upprunalega frá Mílanó, er með meistaragráðu í lífrænni efnafræði, vinnur sem svæðisstjóri í vefnaðarvörufyrirtæki og hans stærsta áhugamál er að safna Pepsi-dósum frá öllum heimshornum.
Christian sló metið í fyrsta sinn í mars árið 2004 með 4.391 Pepsi-dósir. Christian fæddist árið 1970 og byrjaði upphaflega að safna Pepsi-dósum 1. júní 1989.
Hann deilir þessari ástríðu með bróður sínum Edoardo, sem byrjaði að fá áhuga á Pepsi-dósum eftir að hafa séð bíómyndina „Back to the Future“ sem kom út árið 1985. Í bíómyndinni pantar Marty McFly, sem leikinn er af stórleikaranum Michael J. Fox, Pepsi og fær nútímalega Pepsi flösku sem ber heitið „Pepsi Perfect“.
Bræðurnir eru oft kallaðir „Pepsi-tvíburarnir“, þó að Edoardo Cavaletti sé átta árum eldri en Christian.
Á meðal safnsins hjá Christian má finna fyrstu útgáfuna af Pepsi-dós sem hefur verið gerð.
Safnið inniheldur meðal annars ofurhetjur úr Marvel heiminum og „Aviones de Combate“, sem þýðir bardagaþotur, og er það á meðal verðmætustu safngripum sem framleidd voru á níunda áratugnum. Áætlað verðmæti þess er 40 þúsund dollarar eða ca. 5.5 milljónir íslenskra króna.
En hvað er uppáhalds Pepsi drykkur Christian?
„Wild Cherry útgáfan frá Bandaríkjunum“
sagði Christian í myndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan, en hann drekkur einnig Coca Cola svo það komi skila:
Mynd: guinnessworldrecords.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi






