Vertu memm

Starfsmannavelta

Óvissa um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins

Birting:

þann

Kornið bakarí - Logo

Óvissa virðist ríkja um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins. Starfsmenn minnst eins útibús keðjunnar hafa fengið upplýsingar um að búið sé að loka útibúinu og ekki standi til að opna það aftur. Er það útibú Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ.

Þá hefur DV upplýsingar um að öllum útibúunum, tólf talsins, verði lokað en tekið skal fram að ekki hefur náðst í forsvarsmenn keðjunnar til að fá þetta staðfest.

DV hafði samband við Karenu Ósk Árnadóttur, starfsmann Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ. Karen segir að starfsfólk verslunarinnar hafi fengið símtal í gærkvöld þar sem því var tilkynnt um lokunina og að það ætti ekki að mæta til vinnu í dag.

„Þetta er ansi lítill fyrirvari, ég átti að vinna á fimmtudag og föstudag, svo fær maður bara símtal um að öllu sé lokað. Okkur var sagt að við fengjum laun um næstu mánaðamót en ég held að ég eigi líka inni uppsagnarfrest. Ég þarf að kanna minn rétt með það,“

segir Karen í samtali við DV sem fjallar nánar um málið hér.

Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir. Fyrir rúmum 2 mánuðum hafði Kornið bakarí hug á því að loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins.

Þar var ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ, í Lóuhólum í Breiðholti og loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið