Starfsmannavelta
Óvissa um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins
Óvissa virðist ríkja um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins. Starfsmenn minnst eins útibús keðjunnar hafa fengið upplýsingar um að búið sé að loka útibúinu og ekki standi til að opna það aftur. Er það útibú Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ.
Þá hefur DV upplýsingar um að öllum útibúunum, tólf talsins, verði lokað en tekið skal fram að ekki hefur náðst í forsvarsmenn keðjunnar til að fá þetta staðfest.
DV hafði samband við Karenu Ósk Árnadóttur, starfsmann Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ. Karen segir að starfsfólk verslunarinnar hafi fengið símtal í gærkvöld þar sem því var tilkynnt um lokunina og að það ætti ekki að mæta til vinnu í dag.
„Þetta er ansi lítill fyrirvari, ég átti að vinna á fimmtudag og föstudag, svo fær maður bara símtal um að öllu sé lokað. Okkur var sagt að við fengjum laun um næstu mánaðamót en ég held að ég eigi líka inni uppsagnarfrest. Ég þarf að kanna minn rétt með það,“
segir Karen í samtali við DV sem fjallar nánar um málið hér.
Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir. Fyrir rúmum 2 mánuðum hafði Kornið bakarí hug á því að loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins.
Þar var ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ, í Lóuhólum í Breiðholti og loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið21 klukkustund síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






