Starfsmannavelta
Óvissa um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins
Óvissa virðist ríkja um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins. Starfsmenn minnst eins útibús keðjunnar hafa fengið upplýsingar um að búið sé að loka útibúinu og ekki standi til að opna það aftur. Er það útibú Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ.
Þá hefur DV upplýsingar um að öllum útibúunum, tólf talsins, verði lokað en tekið skal fram að ekki hefur náðst í forsvarsmenn keðjunnar til að fá þetta staðfest.
DV hafði samband við Karenu Ósk Árnadóttur, starfsmann Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ. Karen segir að starfsfólk verslunarinnar hafi fengið símtal í gærkvöld þar sem því var tilkynnt um lokunina og að það ætti ekki að mæta til vinnu í dag.
„Þetta er ansi lítill fyrirvari, ég átti að vinna á fimmtudag og föstudag, svo fær maður bara símtal um að öllu sé lokað. Okkur var sagt að við fengjum laun um næstu mánaðamót en ég held að ég eigi líka inni uppsagnarfrest. Ég þarf að kanna minn rétt með það,“
segir Karen í samtali við DV sem fjallar nánar um málið hér.
Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir. Fyrir rúmum 2 mánuðum hafði Kornið bakarí hug á því að loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins.
Þar var ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ, í Lóuhólum í Breiðholti og loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur