Frétt
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort

Ýmsar útgáfur af eftirréttum hafa sprottið upp með súkkulaði og pistasíum, eftir að vinsældir svonefnds „Dubai súkkulaðis“ fóru á flug á TikTok.
Áhrif samfélagsmiðla á neysluhegðun hafa sjaldan komið jafn skýrt fram og nú, þegar nýr sælgætistrend hefur valdið alþjóðlegum skorti á pistasíuhnetum. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun The Guardian, sem bæði mbl.is og Vísir vekja einnig athygli á í umfjöllun sinni.
Áhrifavaldar á TikTok ýttu úr vör gríðarlegri eftirspurn eftir svonefndu „Dubai súkkulaði“ — súkkulaðimolum fylltum pistasíukremi, hjúpuðu mjólkursúkkulaði og umvöfðu örþunnum kataifi-deigi. Fyrsta myndbandið sem sýndi þessa nýjung birtist seint árið 2023 og hefur nú safnað yfir 120 milljónum áhorfa. Fjöldi eftirlíkinga hefur síðan flætt yfir miðilinn, sem hefur aðeins aukið eftirspurnina.
Afleiðingarnar eru skortur á pistasíukjörnum á heimsvísu. Samkvæmt upplýsingum frá CG Hacking, breskum heildsala með hnetur og þurrkaða ávexti, hefur verð á pistasíukjörnum hækkað úr 7,65 dollurum í 10,30 dollara á pundið á aðeins tólf mánuðum. Bandaríkin, stærsti útflutningsaðili pistasíuhneta í heiminum, glímdu við lakari uppskeru á síðasta ári, sem jók enn á vanda framboðsins. Gæðin voru þó slík að flestar hneturnar voru seldar heilar í skel — sem er síður hentugt fyrir sælgætisiðnaðinn sem krefst pistasíukjarna.
Íran, annar stór framleiðandi, jók útflutning til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um 40% á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 miðað við sama tímabil árið áður, samkvæmt opinberum gögnum sem The Guardian vitnar í.

Eftirrétturinn Knafeh
Knafeh er hefðbundinn arabískur eftirréttur, búinn til úr kadayif-deigi ásamt osti og drekkt í sætri sykurlausn sem kallast attar. Knafeh er ein vinsælasta eftirréttategundin í arabískum löndum, einkum í Levant-héruðunum, og er oft borinn fram við hátíðleg tækifæri og á helgidögum.
Súkkulaðið sem kveikti þessa bylgju, „Can’t Get Knafeh of It“, er framleitt af lúxus-súkkulaðigerðinni Fix í Dubai og fæst einungis þar. Nafnið er vísun í hinn klassíska arabíska eftirrétt knafeh, sem er einnig gerður úr kataifi-deigi og pistasíukremi. Fljótlega tóku stórir súkkulaðiframleiðendur á borð við Läderach og Lindt við sér og hófu framleiðslu á sínum eigin pistasíusúkkulaðivörum, en þó hefur reynst erfitt að anna eftirspurninni.
Í sumum verslunum hefur nú verið gripið til skömmtunar og aðeins leyfilegt að kaupa takmarkað magn í einu. Charles Jandreau, framkvæmdastjóri Prestat Group, sem á og rekur mörg þekkt bresk súkkulaðimerki, segir að iðnaðurinn hafi orðið viðskila við þróunina:
„Þetta virtist koma úr engu. Skyndilega sást þetta í hverri hornbúð.“
Þessi þróun undirstrikar hvernig samfélagsmiðlar geta haft gífurleg áhrif á alþjóðlegan landbúnað og vöruframboð — og hvernig ein nýstárleg sælgætisuppskrift getur hrist upp í heimsmarkaði á örfáum mánuðum.
Myndir: úr safni
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu





