Keppni
Ottó Magnússon og Bradley Groszkiewicz keppa á heimsmeistaramóti í klakaskurði – Myndir og vídeó
Ottó Magnússon matreiðslumaður og Bradley Groszkiewicz taka þátt í heimsmeistaramóti í klakaskurði 27. febrúar næstkomandi í Fairbanks í Alaska þar sem þemað verður Íslenski Víkingurinn.

Hjörleifur og Bradley.
Bradley kom til Íslands í heimsókn s.l. sumar. Ottó og Hjörleifur ferðuðust með Bradley og sýndu honum meðal annars landið okkar.
Þeir félagar keppa í bæði „Single Block“ og í „Multi Block“ en seinni keppnin er haldin 4. til 9. mars. Ottó hefur áður keppt á heimsmeistaramótinu í Fairbanks en það var árið 2013 þar sem hann og Hjörleifur Árnason matreiðslumaður kepptu í Single Block keppninni, en komust því miður ekki á verðlaunapall.
Í „Single Block“ keppninni fá keppendur einn ísklump sem er 242cm x 152cm x 91cm að stærð og fá 60 klukkustundir til þess að skera úr honum listaverk að eigin vali og þemað verður eins og áður segir Íslenski Víkingurinn hjá Ottó og Bradley.
„Multi Block“ er mun stærri í sniðum, en þar fá keppendur tíu ísklumpa sem eru 182cm x 121cm x 91cm að stærð og eru keppendur í 5 daga að skera út listaverk að eigin vali.
Til gamans má geta að Bradley sem keppir með Ottó er fyrrum heimsmeistari í „Multi Block“, en hann sigraði keppnina árið 2014.
„Við erum að keppa við margfalda heimsmeistara og ef allt gengur upp þá erum við að fara í topp 5, engin pressa samt“
, sagði Ottó hress í samtali við veitingageirinn.is.
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með þeim félögum með reglulegum fréttaflutningi fram yfir keppni.
Kynningarmyndband á keppninni:
Ottó og Hjörleifur á æfingu árið 2013:
Steve Iverson einn af skipuleggjendum heimsmeistaramótsins kíkti á íslenska liðið þegar það keppti árið 2013, en þar svöruðu þeir félagar Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason nokkrum spurningum:
Myndir: Bradley Groszkiewicz (úr einkasafni) og icealaska.com.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta