Vertu memm

Starfsmannavelta

Ostabúðin dregur sig í hlé

Birting:

þann

Ostabúðin við Fiskislóð 26

Ostabúðin við Fiskislóð 26
Mynd: facebook / Ostabúðin

„Við í Ostabúðinni drögum okkur í hlé og höfum því lokað á Fiskislóðinni. Þetta er ekki endastopp og við hlökkum til að taka aftur á móti ykkur seinna.“

Segir í tilkynningu frá Ostabúðinni.

Ostabúðin við Skólavörðustíg í Reykjavík þekkja margir Íslendingar, en búðin opnaði fyrst árið 2000. Þar var boðið upp á áður óséð úrval af ostum og öðru góðgæti, auk þess sem töfraður var fram heitur matur í hádeginu. Ostabúðin opnaði veitingastað við hlið búðarinnar árið 2015.

Veisluþjónusta - Banner

Ostabúðin lokaði árið 2019 en þá var rekstrarkostnaður orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar, sagði Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar, í samtali við veitingageirinn.is rétt eftir lokun búðarinnar.

Ostabúðin - Fiskislóð 26, Reykjavík

Jóhann Jónsson, matreiðslumaður
Mynd: facebook / Ostabúðin

Jóhann opnaði nýja Ostabúð um áramótin 2019/2020 út á Granda og bauð upp á bæði glæsilegan veislusal og veisluþjónustu, að auki verslunina Ostabúðin við Fiskislóð 26, en húsnæðið er nú til leigu.

Sjá einnig: Til leigu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum – Tilvalið fyrir eldhús og veislusal

Ostabúðin - Fiskislóð 26, Reykjavík

Fiskislóð 26.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Ostabúðin bauð einnig upp á fyrirtækjaþjónustu, þar sem heitur matur var sendur til fyrirtækja í hádeginu ásamt því að bjóða upp á hádegishlaðborð á virkum dögum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið