Starfsmannavelta
Ostabúðin dregur sig í hlé
„Við í Ostabúðinni drögum okkur í hlé og höfum því lokað á Fiskislóðinni. Þetta er ekki endastopp og við hlökkum til að taka aftur á móti ykkur seinna.“
Segir í tilkynningu frá Ostabúðinni.
Ostabúðin við Skólavörðustíg í Reykjavík þekkja margir Íslendingar, en búðin opnaði fyrst árið 2000. Þar var boðið upp á áður óséð úrval af ostum og öðru góðgæti, auk þess sem töfraður var fram heitur matur í hádeginu. Ostabúðin opnaði veitingastað við hlið búðarinnar árið 2015.
Ostabúðin lokaði árið 2019 en þá var rekstrarkostnaður orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar, sagði Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar, í samtali við veitingageirinn.is rétt eftir lokun búðarinnar.
Jóhann opnaði nýja Ostabúð um áramótin 2019/2020 út á Granda og bauð upp á bæði glæsilegan veislusal og veisluþjónustu, að auki verslunina Ostabúðin við Fiskislóð 26, en húsnæðið er nú til leigu.
Sjá einnig: Til leigu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum – Tilvalið fyrir eldhús og veislusal
Ostabúðin bauð einnig upp á fyrirtækjaþjónustu, þar sem heitur matur var sendur til fyrirtækja í hádeginu ásamt því að bjóða upp á hádegishlaðborð á virkum dögum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum