Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna kaffihús á tveimur stöðum í miðbæ Reykjavíkur
Nú fyrir stuttu gerði Eldstæðið samning við Listasafn Íslands og þar sem þau munu sjá um veitingar fyrir Safnahúsið á Hverfisgötu 15 og Listasafn Íslands á Fríkirkjuvegi 7.
„Við munum bjóða upp á klassískar íslenskar kaffiveitingar og léttan hádegismat á opnunartíma safnsins (10-17 alla daga vikunnar á sumrin), síðast en ekki síst munum við bjóða upp á þau matvæli sem frumkvöðlarnir okkar í Eldstæðinu eru að framleiða.
Það verður því auðveldara fyrir áhugasama að nálgast allar vörurnar á einum stað og styðja við okkar frábæru matarfrumkvöðla.“
Segir Eva Michelsen, stofnandi Eldstæðisins.
Sjá einnig:
Eldstæðið – Atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur opnar í sumar
Kaffihúsið hefur fengið heitið „Michelsen kaffi“ og verður rekið af Evu og systkinum hennar.
Um Eldstæðið
Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi.
Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda.
Hér er listi yfir framleiðendur sem hafa notið aðstöðu Eldstæðisins og tengingar á Facebook og/eða heimasíður þeirra:
- ANNA MARTA – Hagkaup, Matarbúr Krónunnar, Fiskikóngurinn, Gott og blessað ofl. sölustaðir
- Arctic Pies – Gegnum Facebook og fleiri söluleiðir í vinnslu
- BAO BAO BUNS & MORE – Gegnum Facebook
- BumbuBorgarar – Matarvagn sem flakkar milli vinnustaða og mætir í einka samkvæmi
- Bökum Saman – Hagkaup í Garðabæ og Skeifunni ásamt Facebook síðu
- Ella Stína – Melabúðin, Sælkerabúðin Bergsson, Gott og Blessað ofl. sölustaðir
- Gamli bakstur – Flatkökur, sunnudagsflatkökur, kleinur og laufabrauð sem fást í Hagkaup
- Hlynur kokkur – Veisluþjónusta – nánar á Facebook síðu
- KAKÓA – Hagkaup og gegnum Facebook síðu
- KETÓ eldhúsið – Flestar Nettó verslanir og vefverslun Nettó
- KOLACHE – Bein sala gegnum Facebook og Instagram
- Krúttís – Ís með lágu nikkel innihaldi fyrir þá sem eru með nikkel ofnæmi
- Lamb Street Food – Eru með veitingastað á Granda og í vöruþróun í Eldstæðinu
- Michelsen Konfekt – Bein sala gegnum Facebook
- Silfurhraun – Chili olía
- Smari´s Volcano Sauce – BBQ sósur og Hot sauce
- SVAVA sinnep – Hagkaup, Melabúðin, Gott og Blessað ofl. sölustaðir
- Sæhrímnir Sausages – Breskar pylsur
- Sælkerabúðin BERGSSON – Sælkerabúðin Bergsson Óðinsgötu 8b
- The Grumpy Whale Hot Chocolate – Matarbúr Krónunnar, Veganbúðin og vefsala
- Vegangerðin – Eru ekki komin í almenna sölu en hægt að fylgjast með á Facebook
- Yummy – Bein sala gegnum Facebook síðu
Smelltu hér til að sjá listann af framleiðendum á vef Eldstæðisins.
Eftirfarandi framleiðendur eru svo væntanlegir:
- Emmson sveppir – ferskir sveppir
- Minnsta kaffihúsið – Ofur smá piparkökuhús og fleira góðgæti
- Picnic Stories – Matarkörfur (Picnic baskets) fyrir allskonar viðburði
- Sjávarbúrið – Tilbúnir fiskréttir
- Sveita jerky – Þurrkað nautakjöt
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni15 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast