Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opna kaffihús á tveimur stöðum í miðbæ Reykjavíkur

Birting:

þann

Eldstæðið - Kaffihús

Frá undirritun samnings.
Björn Steinar Pálmason, fjármálastjóri Listasafns Íslands og Eva Michelsen, stofnandi Eldstæðisins fyrir framan kaffihúsið á Fríkirkjuvegi.

Nú fyrir stuttu gerði Eldstæðið samning við Listasafn Íslands og þar sem þau munu sjá um veitingar fyrir Safnahúsið á Hverfisgötu 15 og Listasafn Íslands á Fríkirkjuvegi 7.

„Við munum bjóða upp á klassískar íslenskar kaffiveitingar og léttan hádegismat á opnunartíma safnsins (10-17 alla daga vikunnar á sumrin), síðast en ekki síst munum við bjóða upp á þau matvæli sem frumkvöðlarnir okkar í Eldstæðinu eru að framleiða.

Það verður því auðveldara fyrir áhugasama að nálgast allar vörurnar á einum stað og styðja við okkar frábæru matarfrumkvöðla.“

Segir Eva Michelsen, stofnandi Eldstæðisins.

Sjá einnig:

Eldstæðið – Atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur opnar í sumar

Kaffihúsið hefur fengið heitið „Michelsen kaffi“ og verður rekið af Evu og systkinum hennar.

Um Eldstæðið

Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi.

Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda.

Hér er listi yfir framleiðendur sem hafa notið aðstöðu Eldstæðisins og tengingar á Facebook og/eða heimasíður þeirra:

Smelltu hér til að sjá listann af framleiðendum á vef Eldstæðisins.

Eftirfarandi framleiðendur eru svo væntanlegir:

  • Emmson sveppir – ferskir sveppir
  • Minnsta kaffihúsið – Ofur smá piparkökuhús og fleira góðgæti
  • Picnic Stories – Matarkörfur (Picnic baskets) fyrir allskonar viðburði
  • Sjávarbúrið – Tilbúnir fiskréttir
  • Sveita jerky – Þurrkað nautakjöt

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið