Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna íslenskt kaffihús í Vín

Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og er stærsta borg landsins. Þar búa rúmlega 1,8 milljónir manna.
Harpa Hilty Henrysdóttir og kona hennar Steff Hilty, sem er frá Liechtenstein, opnuðu í lok febrúar kaffihúsið Home – Icelandic and Home Cooking, íslenskt kaffihús í Vín.
Þær bjuggu áður á Ísafirði, þar sem Steff vann á kaffihúsinu Bræðraborg en Harpa kenndi við grunnskólann.
„Okkur langaði út í heim og þá þurftum við að finna okkur eitthvað sniðugt að gera. Þar sem Steff er afbragðsgóður kokkur ákváðum við að opna íslenskt kaffihús einhvers staðar í þýskumælandi Evrópu. Vínarborg varð fyrir valinu þar sem hún er sérstaklega fjölskylduvæn og vinaleg borg, en tvær dætur mínar, átta og tólf ára, eru með okkur hérna“
, segir Harpa í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér, en Harpa bætir við að ef þær hefðu vitað fyrir fram hversu mikil skriffinnskan væri í kringum það að opna veitingastað í Austurríki hefðu þær kannski farið eitthvert annað.
Mynd: úr safni / veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús