Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna íslenskt kaffihús í Vín
![Vínarborg](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/03/vinarborg-1024x681.jpg)
Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og er stærsta borg landsins. Þar búa rúmlega 1,8 milljónir manna.
Harpa Hilty Henrysdóttir og kona hennar Steff Hilty, sem er frá Liechtenstein, opnuðu í lok febrúar kaffihúsið Home – Icelandic and Home Cooking, íslenskt kaffihús í Vín.
Þær bjuggu áður á Ísafirði, þar sem Steff vann á kaffihúsinu Bræðraborg en Harpa kenndi við grunnskólann.
„Okkur langaði út í heim og þá þurftum við að finna okkur eitthvað sniðugt að gera. Þar sem Steff er afbragðsgóður kokkur ákváðum við að opna íslenskt kaffihús einhvers staðar í þýskumælandi Evrópu. Vínarborg varð fyrir valinu þar sem hún er sérstaklega fjölskylduvæn og vinaleg borg, en tvær dætur mínar, átta og tólf ára, eru með okkur hérna“
, segir Harpa í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér, en Harpa bætir við að ef þær hefðu vitað fyrir fram hversu mikil skriffinnskan væri í kringum það að opna veitingastað í Austurríki hefðu þær kannski farið eitthvert annað.
Mynd: úr safni / veitingageirinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala