Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna íslenskt kaffihús í Vín
Harpa Hilty Henrysdóttir og kona hennar Steff Hilty, sem er frá Liechtenstein, opnuðu í lok febrúar kaffihúsið Home – Icelandic and Home Cooking, íslenskt kaffihús í Vín.
Þær bjuggu áður á Ísafirði, þar sem Steff vann á kaffihúsinu Bræðraborg en Harpa kenndi við grunnskólann.
„Okkur langaði út í heim og þá þurftum við að finna okkur eitthvað sniðugt að gera. Þar sem Steff er afbragðsgóður kokkur ákváðum við að opna íslenskt kaffihús einhvers staðar í þýskumælandi Evrópu. Vínarborg varð fyrir valinu þar sem hún er sérstaklega fjölskylduvæn og vinaleg borg, en tvær dætur mínar, átta og tólf ára, eru með okkur hérna“
, segir Harpa í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér, en Harpa bætir við að ef þær hefðu vitað fyrir fram hversu mikil skriffinnskan væri í kringum það að opna veitingastað í Austurríki hefðu þær kannski farið eitthvert annað.
Mynd: úr safni / veitingageirinn.is
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður