Markaðurinn
Opna Dineout mótið 2023 fór vel fram – Myndaveisla
Frábær þátttaka og mikil gleði var á Opna Dineout mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Gólfklúbbi Mosfellsbæjar sl laugardag. Yfir 220 manns mættu til leiks og veðrið lék við keppendur! Um er að ræða eitt glæsilegasta golfmót landsins en töluvert færri komust að en vildu og var uppbókað á mótið aðeins 3 dögum eftir að skráning opnaði.
- Veglegir vinningar voru í boði
Vinningaskráin var stórglæsileg meðal annars gjafabréf frá Icelandair, skartgripir frá Vera design, gjafakörfur frá Ó.J&K-ÍSAM , vínflöskur frá Globus, golfvörur frá Prósjoppunni, vínflöskur frá Mekka, rútur af Víking Lite / Collab / Gull / Coke, og JBL hátalarar frá Advania. Svo var fjöldinn af gjafabréfum á flotta veitingastaði meðal annars frá Sjávargrillinu,Apótekið, Matarkjallaranum, Fiskmarkaðnum, Monkeys, Nauthól, Brass, Bragganum, Blik Bistró og Tapas barinn.
Vinningshafar í fyrstu þremur sætum á mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Davíð Stefán Guðmundsson og Guðmundur Sigmarsson. 58 högg, (betri á seinni 9)
2. sæti – Jóhann Gunnar Þórarinsson og Guðlaugur Hrafn Ólafsson. 58 högg.
3. sæti – Elías Bóasson og Jón Arnar Jónsson. 59 högg.
Dineout óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Blik Bistró fyrir gott samstarf.
Dineout teymið hlakkar til endurtaka mótið að ári sem mun fara fram 10. ágúst 2024.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya




















































































