Markaðurinn
Opna Dineout mótið 2023 fór vel fram – Myndaveisla
Frábær þátttaka og mikil gleði var á Opna Dineout mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Gólfklúbbi Mosfellsbæjar sl laugardag. Yfir 220 manns mættu til leiks og veðrið lék við keppendur! Um er að ræða eitt glæsilegasta golfmót landsins en töluvert færri komust að en vildu og var uppbókað á mótið aðeins 3 dögum eftir að skráning opnaði.
Vinningaskráin var stórglæsileg meðal annars gjafabréf frá Icelandair, skartgripir frá Vera design, gjafakörfur frá Ó.J&K-ÍSAM , vínflöskur frá Globus, golfvörur frá Prósjoppunni, vínflöskur frá Mekka, rútur af Víking Lite / Collab / Gull / Coke, og JBL hátalarar frá Advania. Svo var fjöldinn af gjafabréfum á flotta veitingastaði meðal annars frá Sjávargrillinu,Apótekið, Matarkjallaranum, Fiskmarkaðnum, Monkeys, Nauthól, Brass, Bragganum, Blik Bistró og Tapas barinn.
Vinningshafar í fyrstu þremur sætum á mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Davíð Stefán Guðmundsson og Guðmundur Sigmarsson. 58 högg, (betri á seinni 9)
2. sæti – Jóhann Gunnar Þórarinsson og Guðlaugur Hrafn Ólafsson. 58 högg.
3. sæti – Elías Bóasson og Jón Arnar Jónsson. 59 högg.
Dineout óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Blik Bistró fyrir gott samstarf.
Dineout teymið hlakkar til endurtaka mótið að ári sem mun fara fram 10. ágúst 2024.
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni4 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða