Markaðurinn
Opna Dineout mótið 2023 fór vel fram – Myndaveisla
Frábær þátttaka og mikil gleði var á Opna Dineout mótinu sem fór fram á Hlíðavelli hjá Gólfklúbbi Mosfellsbæjar sl laugardag. Yfir 220 manns mættu til leiks og veðrið lék við keppendur! Um er að ræða eitt glæsilegasta golfmót landsins en töluvert færri komust að en vildu og var uppbókað á mótið aðeins 3 dögum eftir að skráning opnaði.
- Veglegir vinningar voru í boði
Vinningaskráin var stórglæsileg meðal annars gjafabréf frá Icelandair, skartgripir frá Vera design, gjafakörfur frá Ó.J&K-ÍSAM , vínflöskur frá Globus, golfvörur frá Prósjoppunni, vínflöskur frá Mekka, rútur af Víking Lite / Collab / Gull / Coke, og JBL hátalarar frá Advania. Svo var fjöldinn af gjafabréfum á flotta veitingastaði meðal annars frá Sjávargrillinu,Apótekið, Matarkjallaranum, Fiskmarkaðnum, Monkeys, Nauthól, Brass, Bragganum, Blik Bistró og Tapas barinn.
Vinningshafar í fyrstu þremur sætum á mótinu urðu eftirfarandi:
1. sæti – Davíð Stefán Guðmundsson og Guðmundur Sigmarsson. 58 högg, (betri á seinni 9)
2. sæti – Jóhann Gunnar Þórarinsson og Guðlaugur Hrafn Ólafsson. 58 högg.
3. sæti – Elías Bóasson og Jón Arnar Jónsson. 59 högg.
Dineout óskar sigurvegurum innilega til hamingju og þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Blik Bistró fyrir gott samstarf.
Dineout teymið hlakkar til endurtaka mótið að ári sem mun fara fram 10. ágúst 2024.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?