Vertu memm

Keppni

Opið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý

Birting:

þann

Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop

Sigurvegarar kokteilkeppninnar í fyrra. Frá vinstri eru David Hood sem hafnaði í þriðja sæti, Leó Snæfeld Pálsson sem sigraði keppnina og Jakob Alf Arnarsson í öðru sæti.
Mynd: Tipsý

Opið er fyrir innsendingar í kokteilkeppni á vegum Tipsý Bar & Lounge í samstarfi við Martini, þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk eru hvattir til að láta til sín taka og láta sköpunargáfuna njóta sín. Keppnin fer fram í febrúar og er þemað ítalskt, túlkað á persónulegan hátt. Form drykkjarins er frjálst svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði keppninnar.

Í aðalvinning er 300.000 króna gjafabréf til Costa Blanca með Úrval Útsýn, auk fjölda veglegra aukavinninga. Þá fá allir þátttakendur sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 króna gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur. Með þessu vilja skipuleggjendur bæði hvetja til þátttöku og styðja við fagfólk og áhugafólk í greininni.

Innsendingarfrestur er til 15. febrúar 2026 og skal senda keppnisframlag á netfangið [email protected]

Innsending þarf að innihalda nafn á kokteil og stuttan texta um innblástur ásamt mynd, nákvæma uppskrift þar sem að minnsta kosti 30 millilítrar af Martini eru notaðir, hvaða tegund sem er, auk upplýsinga um þátttakanda, þar á meðal nafn, vinnustað og símanúmer.

Undankeppnin fer fram á Tipsý Bar & Lounge þriðjudaginn 17. febrúar þar sem dómnefnd velur bestu drykkina áfram. Aðalkeppnin verður síðan haldin fimmtudaginn 19. febrúar og keppa þá fimm kokteilar til úrslita. Keppnin er liður í að efla kokteilmenningu landsins og skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og framúrskarandi handverk á barnum.

Opið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið