Keppni
Opið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý

Sigurvegarar kokteilkeppninnar í fyrra. Frá vinstri eru David Hood sem hafnaði í þriðja sæti, Leó Snæfeld Pálsson sem sigraði keppnina og Jakob Alf Arnarsson í öðru sæti.
Mynd: Tipsý
Opið er fyrir innsendingar í kokteilkeppni á vegum Tipsý Bar & Lounge í samstarfi við Martini, þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk eru hvattir til að láta til sín taka og láta sköpunargáfuna njóta sín. Keppnin fer fram í febrúar og er þemað ítalskt, túlkað á persónulegan hátt. Form drykkjarins er frjálst svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði keppninnar.
Í aðalvinning er 300.000 króna gjafabréf til Costa Blanca með Úrval Útsýn, auk fjölda veglegra aukavinninga. Þá fá allir þátttakendur sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 króna gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur. Með þessu vilja skipuleggjendur bæði hvetja til þátttöku og styðja við fagfólk og áhugafólk í greininni.
Innsendingarfrestur er til 15. febrúar 2026 og skal senda keppnisframlag á netfangið [email protected]
Innsending þarf að innihalda nafn á kokteil og stuttan texta um innblástur ásamt mynd, nákvæma uppskrift þar sem að minnsta kosti 30 millilítrar af Martini eru notaðir, hvaða tegund sem er, auk upplýsinga um þátttakanda, þar á meðal nafn, vinnustað og símanúmer.
Undankeppnin fer fram á Tipsý Bar & Lounge þriðjudaginn 17. febrúar þar sem dómnefnd velur bestu drykkina áfram. Aðalkeppnin verður síðan haldin fimmtudaginn 19. febrúar og keppa þá fimm kokteilar til úrslita. Keppnin er liður í að efla kokteilmenningu landsins og skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og framúrskarandi handverk á barnum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






