Markaðurinn
Önnur gullverðlaun ð á árinu
Íslenska rúgviskíið ð, framleitt af Eimverk Distillery, hlaut á dögunum gullverðlaun í hinni virtu Meininger’s International Spirits Awards (IWA) keppni, einni af fremstu áfengiskeppnum Evrópu. Verðlaunin eru mikilvæg staðfesting á gæðum og sérstöðu fyrsta íslenska rúgvískísins.
Með því að nota einungis íslenskan rúg, íslenskt vatn og íslenskt hugvit hefur Eimverk distillery bruggað fyrsta íslenska rúgvískíið og það með stæl.
Þetta metnaðarfulla verkefni hefur nú hlotið verðskuldaða alþjóðlega viðurkenningu. Í júlí síðastliðnum hlaut ð gullverðlaun í Meininger’s International Spirits Awards. Þar hrósaði dómnefndin viskíinu fyrir einstaka dýpt, jafnvægi og kröftugan karakter.
Meininger´s International spirits Awards (IWA) er virt alþjóleg keppni, þar sem fagfólk leggur dóm á drykkjarblöndurnar og gefur framleiðendum eimaðs áfengis hlutlægt mat og verðmæta innsýn í frammistöðu sína á framleiðslunni.
Að vera verðlaunahafi IWA er mikil gæðavottun fyrir framleiðandann og vottar að vara hans sé virt í alþjóðalega samfélagi áfengisframleiðslu.
Rúm 20 ár eru síðan útgáfufélag Meininger fór að standa fyrir IWA, í þeim tilgangi að meta eimaða drykki og verðlauna þá sem þykja skara fram úr.
„Eftir að hafa búið til Flóka, fyrsta íslenska viskíið, vildum við halda áfram að þróa íslenskt viskí og því fórum við í að nota íslenskan rúg.“
segir Eva María Sigurbjörnsdóttir, rekstrarframkvæmdastjóri hjá Eimverk.
„Rúgurinn er ræktaður hér á landi og við vinnum allt á staðnum.“
Það sem gerir ð svo sérstakt er hversu íslenskt það er í grunninn. Rúgurinn, sem er aðalhráefni drykkjarins, er ræktaður í landi þar sem sólarhringsbirtan á sumrin og harðneskjulegt veður vetrarins skapa í sameiningu einstakt bragð. Rúgviskí er sjaldgæft í sjálfu sér, en íslenskt rúgviskí er alveg einstakt.
Þegar viskíið hefur verið eimað í verksmiðju Eimverks, hefst þroskaferli drykkjarins í tunnum, sem valdar eru af kostgæfni. Þar tekur náttúran við. Ísland býður upp á einstök skilyrði fyrir viskíþroskun, kuldi, hiti, raki og þurrkur skiptast á að sjá um verkið. Þetta gerir það að verkum að viskíið þroskast hraðar og öðlast óvenjulegan dýpt og mýkt.
Nafnið ð (ETH)
Nafnið „ð“, eða eth, er ekki valið af tilviljun. Þetta íslenska sérhljóðatákn stendur bæði fyrir þjóðlegan uppruna drykkjarins og hugmyndafræði Eimverks: að skapa drykki sem eiga bæði rætur og rödd Íslands í heimi áfengisframleiðslu. Tákn sem flestir Íslendingar kannast við, en vekur forvitni og spurningar erlendis.
ð er ríkulegt, kryddað og flókið viskí með áberandi rúgkeim. Bragð þess hefur hlýja tóna af karamellu, kryddum og dökku súkkulaði, ásamt undirtónum sem rekja má til íslenska hráefnisins. Í eftirbragðinu má greina þurran eikarkeim og milda vanillu.
Þetta er viskí sem talar jafnt til þaulvanra smekkmanna sem og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi rúgviskís.
Eimverk hefur frá upphafi haft það að markmiði að standa fyrir og þróa alíslenskan áfengisiðnað, og er stórt skref í þeirri vegferð.
Með alþjóðlegri viðurkenningu á borð við gullverðlaun IWA hefur fyrirtækið sannað að Ísland á fullt erindi í fremstu röð viskíheimsins.
„Við trúum að viskí sé ekki aðeins drykkur – heldur menning og saga í flösku,“
segir Eva María.
„Og sagan okkar heldur áfram á Íslandi, með ð.“
Frekari upplýsingar á ð (ETH): www.flokiwhisky.is og @eimverkdistillery á samfélagsmiðlum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður








