Smári Valtýr Sæbjörnsson
Önnu Konditorí sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er staðsett á annari hæð við Nýbílaveg 32 í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
Önnu Konditorí hefur sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur. Lárus er matreiðslumeistari að mennt en hann hefur rekið veisluþjónustuna í nær 30 ár við góðan orðstír. Lárus varð sjötugur í fyrra og gerir ráð fyrir að fara að rifa seglin.

Úrvalið kemur til með að aukast hjá Önnu Konditori, ásamt því að bjóða upp á marsípantertur, brauðtertur, kransakökur ofl. þá verður hægt að panta bæði snittur og kokteilsnittur að hætti Lárusar frá Önnu.
Mynd: onnukonditori.is
Önnu Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku. Hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.

Lárus Loftsson hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur.
Samsett mynd: onnukonditori.is og chef.is
Önnu Konditorí var staðsett að Lyngási 18 Garðabæ, en hefur flutt alla starfsemina við Nýbílaveg 32 Kópavogi þar sem veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er til húsa.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas