Smári Valtýr Sæbjörnsson
Önnu Konditorí sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er staðsett á annari hæð við Nýbílaveg 32 í Kópavogi.
Mynd: skjáskot af google korti
Önnu Konditorí hefur sameinast við veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur. Lárus er matreiðslumeistari að mennt en hann hefur rekið veisluþjónustuna í nær 30 ár við góðan orðstír. Lárus varð sjötugur í fyrra og gerir ráð fyrir að fara að rifa seglin.

Úrvalið kemur til með að aukast hjá Önnu Konditori, ásamt því að bjóða upp á marsípantertur, brauðtertur, kransakökur ofl. þá verður hægt að panta bæði snittur og kokteilsnittur að hætti Lárusar frá Önnu.
Mynd: onnukonditori.is
Önnu Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku. Hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.

Lárus Loftsson hefur getið sér gott orð fyrir gómsætar snittur.
Samsett mynd: onnukonditori.is og chef.is
Önnu Konditorí var staðsett að Lyngási 18 Garðabæ, en hefur flutt alla starfsemina við Nýbílaveg 32 Kópavogi þar sem veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar er til húsa.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





