Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar – Klúbbur matreiðslumeistara eldaði fyrir gestina

Birting:

þann

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

F.v. Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM, Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM og Lárus Loftsson Lávarður

Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í að aðstoða Samhjálp við árlegt kótilettukvöld þann 18. október s.l.  Kótilettukvöld Samhjálpar hafa skipað fastan sess í fjáröflun fyrir starfið hjá Samhjálp og er haldið árlega.

Boðið var uppá gómsætar kótilettur í raspi frá Kjarnafæði ásamt klassísku kótilettumeðlæti. Viðburðurinn fór fram í veislusal Vals við Hlíðarenda.

Eftirfarandi KM félagar tóku þátt í viðburðinum; Árni Þór Arnórsson varaforseti KM, Lárus Loftson Lávarður, Rafn Heiðar Ingólfsson ritari KM og Jón Guðni Þórarinsson gjaldkeri KM.

Á meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Herbert Guðmundsson söng fyrir gesti og KK mætti með gítarinn sinn og tók lagið.

Veisluþjónusta - Banner

Miðaverð var kr. 9900 og rann allur ágóði af Kótilettukvöldinu til starfsemi Samhjálpar.

Meðfylgjandi eru myndir frá fögnuðinum:

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir frá kótilettukvöldi Samhjálpar - Klúbbur matreiðslumeistara eldaði ofan í gestina

Myndir: Brynja Kristinsdóttir Thorlacius

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið