Markaðurinn
Ómótstæðileg uppskrift úr Kökubæklingi Nóa Síríus
Nú þegar hinn yndislegi tími sætinda og ljúffengra kræsinga er handan við hornið er við hæfi að segja frá því að Kökubæklingur Nóa Síríus 2023 er kominn í verslanir. Hann inniheldur 15 ljúffengar uppskriftir, unnar í samstarfi við Berglindi hjá Gotterí og gersemar.
Það er skemmtileg áskorun á hverju ári að gefa út Kökubæklinginn, því hann þarf jú að feta í fótspor þeirra girnilegu bæklinga sem hafa spilað stóra rullu í hátíðarundirbúningi landsmanna síðastliðna þrjá áratugi,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Okkur finnst hafa tekist vel til og erum afar stolt af bæklingi þessa árs,“ bætir Helga við og segist sannfærð um að sælkerar landsins muni taka Kökubæklingnum 2023 fagnandi.
Í bæklingnum er meðal annars að finna þessa girnilegu uppskrift sem við hvetjum öll til að prófa. Og svo er auðvitað bara að drífa sig út í búð og næla sér í eintak.
Súkkulaðikaramellumús
8-12 glös/skálar
Hráefni
Súkkulaðikaramellumús
- 400 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu & salti
- 100 g smjör
- 4 egg
- 500 ml rjómi (þeyttur)
Toppur og skreyting
- 500 ml rjómi (þeyttur)
- Síríus suðusúkkulaði (saxað)
- 8-12 kirsuber
Aðferð
Súkkulaðikaramellumús
- Hitið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði þar til allt er bráðnað, takið þá blönduna af hitanum og leyfið henni að standa við stofuhita í um 10 mín (hrærið í af og til).
- Pískið eggin í skál, blandið þeim í litlum skömmtum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel á milli.
- Setjið nú um fjórðung þeytta rjómans saman við súkkulaðiblönduna með sleikju og hrærið saman. Blandið að lokum restinni af rjómanum saman við þar til súkkulaðimúsin verður ljósbrún og jöfn.
- Skiptið niður í glös/skálar og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en þið skreytið.
Toppur og skreyting
- Sprautið þeytta rjómanum á músina með breiðum hringlaga stút.
- Toppið eftir smekk með söxuðu súkkulaði og kirsuberjum.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn