Keppni
Omnom hlaut bronsverðlaun á International Chocolate Awards
Dökka Omnom súkkulaðið Madagascar 66% hlaut bronsverðlaun á International Chocolate Awards. Fyrr á árinu fékk Omnom sömu verðlaun fyrir Madagascar 66% í Evrópuúrvalinu og komust þ.a.l. í lokakeppnina, en valið fór fram í blindsmakki, þar sem 40 af helstu súkkulaðisérfræðingum heims gáfu sitt álit.
Í tilkynningu frá Omnom segir:
Við erum ótrúlega lukkuleg með árangurinn sem hefur náðst á svo stuttum tíma og þær ótrúlegu viðtökur sem við höfum fengið hérna heima, sem og erlendis. Við lofum að halda áfram að reyna búa til besta súkkulaðið og hlökkum til að sýna ykkur á næsta ári nýjar tegundir sem eru búnar að vera í þróun.
Hægt er að skoða öll úrslitin hér.
Mynd: omnomchocolate.com
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






