Frétt
Omnom ætlar að gefa Eurovision aðdáendum popp fyrir partýið í kvöld
Á Grandanum leynast margar sælkeraverslanir, framleiðendur og listamenn. þar á meðal er súkkulaðiverksmiðja Omnom, Þið rennið á lyktina. Omnom er fyrsti súkkulaðiframleiðandinn á Íslandi sem býr til súkkulaði frá grunni, eða frá tré í bita (e. from tree to bar ).
Omnom ætlar að búa til og gefa með sér súkkulaðipopp fyrir þá sem ætla að gleðjast og horfa á Svölu keppa 9. maí. Samkvæmt Omnom verður poppið húðað með Omnom súkkulaði í fimm litríkum glamúr bragðtegundum: Lakkrís + hindber, bláber, mangó + ástaraldin, jarðaber og matcha te.
Allir velkomnir í dag á meðan birgðir endast
Omnom býður alla velkomna að sækja sér þetta litríka og ljúffenga popp fyrir partýið í verslun Omnom í dag þriðjudaginn 9. maí milli kl. 11:00 og 18:00, á meðan birgðir endast. Poppinu verður pakkað í litríkt box og getur hver sótt sér eitt box.
Regnboga súkkulaði, poppálfar, alls kyns ást og diskóljós
Í fréttatilkynnningu segir að í sumar ætlar Omnom teymið að endurtaka leikinn og þá mun hvert popp box innihalda 100% stuðning við Hinsegin daga í Reykjavík.
„Okkur hefur langað frá stofnun að styðja við réttindabaráttuna og hið góða starf Hinsegin daga. Hugmyndin að litríka poppinu varð til í einni þankahríðinni, okkur langaði að gera eitthvað litríkt í anda gleðigöngunnar en á sama tíma eitthvað fjölbreytt sem fólk gæti deilt og notið saman.”
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og einn af stofnendum Omnom.
Hátíðin er unnin af sjálfboðaliðum
Stjórn Hinsegin daga hlakkar til samstarfsins en hátíðin er unnin af sjálfboðaliðum:
„Við fögnum Því af heilum hug að fá Omnom í hóp stoltra styrktaraðila Hinsegin daga. Öll vinna við hátíðina okkar er unnin af sjálfboðaliðum og rekstrargrundvöllurinn byggir algjörlega á stuðningi velviljaðra fyrirtækja, einstaklinga og Reykjavíkurborgar. Við hlökkum mikið til að vinna áfram með Omnom og Þökkum Þeim fyrir að nálgast okkur með þessa skemmtilegu hugmynd og fallegu hugsjón.”
Í dag 9. maí verður popp í boði fyrir þá sem ætla að gera sér glaðan dag! Fólk er velkomið í verslun Omnom Hólmaslóð 4 frá kl. 11 til 18 og sækja sér poppbox á meðan birgðir endast.
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun47 minutes síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt