Frétt
Omnom ætlar að gefa Eurovision aðdáendum popp fyrir partýið í kvöld
Á Grandanum leynast margar sælkeraverslanir, framleiðendur og listamenn. þar á meðal er súkkulaðiverksmiðja Omnom, Þið rennið á lyktina. Omnom er fyrsti súkkulaðiframleiðandinn á Íslandi sem býr til súkkulaði frá grunni, eða frá tré í bita (e. from tree to bar ).
Omnom ætlar að búa til og gefa með sér súkkulaðipopp fyrir þá sem ætla að gleðjast og horfa á Svölu keppa 9. maí. Samkvæmt Omnom verður poppið húðað með Omnom súkkulaði í fimm litríkum glamúr bragðtegundum: Lakkrís + hindber, bláber, mangó + ástaraldin, jarðaber og matcha te.
Allir velkomnir í dag á meðan birgðir endast
Omnom býður alla velkomna að sækja sér þetta litríka og ljúffenga popp fyrir partýið í verslun Omnom í dag þriðjudaginn 9. maí milli kl. 11:00 og 18:00, á meðan birgðir endast. Poppinu verður pakkað í litríkt box og getur hver sótt sér eitt box.
Regnboga súkkulaði, poppálfar, alls kyns ást og diskóljós
Í fréttatilkynnningu segir að í sumar ætlar Omnom teymið að endurtaka leikinn og þá mun hvert popp box innihalda 100% stuðning við Hinsegin daga í Reykjavík.
„Okkur hefur langað frá stofnun að styðja við réttindabaráttuna og hið góða starf Hinsegin daga. Hugmyndin að litríka poppinu varð til í einni þankahríðinni, okkur langaði að gera eitthvað litríkt í anda gleðigöngunnar en á sama tíma eitthvað fjölbreytt sem fólk gæti deilt og notið saman.”
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og einn af stofnendum Omnom.
Hátíðin er unnin af sjálfboðaliðum
Stjórn Hinsegin daga hlakkar til samstarfsins en hátíðin er unnin af sjálfboðaliðum:
„Við fögnum Því af heilum hug að fá Omnom í hóp stoltra styrktaraðila Hinsegin daga. Öll vinna við hátíðina okkar er unnin af sjálfboðaliðum og rekstrargrundvöllurinn byggir algjörlega á stuðningi velviljaðra fyrirtækja, einstaklinga og Reykjavíkurborgar. Við hlökkum mikið til að vinna áfram með Omnom og Þökkum Þeim fyrir að nálgast okkur með þessa skemmtilegu hugmynd og fallegu hugsjón.”
Í dag 9. maí verður popp í boði fyrir þá sem ætla að gera sér glaðan dag! Fólk er velkomið í verslun Omnom Hólmaslóð 4 frá kl. 11 til 18 og sækja sér poppbox á meðan birgðir endast.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina