Smári Valtýr Sæbjörnsson
Omnom á lista hjá Vogue
Íslenska súkkulaðið frá Omnom hefur slegið í gegn hjá súkkulaðiunnendum beggja vegna Atlantshafsins en nú síðast rataði það á lista septemberblaðs breska Vogue yfir „lúxushluti“.
Þar er bent á að súkkulaðið hafi unnið til fjölmargra verðlauna auk þess sem umbúðarhönnunin sé litrík og áberandi.
Í Bretlandi fæst súkkulaðið í verslunum Selfridges og Harvey Nichols, að því er fram kemur á mbl.is.
Framleiðslan hófst haustið 2013 og fékk Omnom inni á gömlu bensínstöðinni á Austurströnd 7, sem fyrirtækið leigir af Skeljungi. Þar var áður rekin kökugerðin Hressó kökur.
Í níu mánuði þar á undan vorum við að þróa uppskriftir og gera tilraunir heima í eldhúsi, og spreyta okkur á því að gera súkkulaðið alveg frá grunni,
sagði Óskar Þórðarson, forstjóri Omnom, í samtali við Morgunblaðið í vor.
Súkkulaðitegundirnar eru átta talsins auk þess sem hátíðarblöndur eru framleiddar í kringum jólin. Nú nýlega hætti Omnom með framreiðslu á tveimur vörutegundum þar sem hráefni hefur ekki staðist gæðakröfu Omnom.
Fyrr á árinu var súkkulaðiverksmiðjan flutt út á Granda en meirihluti framleiðslunnar er fluttur úr landi.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: af facebook síðu Omnom.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin