Smári Valtýr Sæbjörnsson
Omnom á lista hjá Vogue
Íslenska súkkulaðið frá Omnom hefur slegið í gegn hjá súkkulaðiunnendum beggja vegna Atlantshafsins en nú síðast rataði það á lista septemberblaðs breska Vogue yfir „lúxushluti“.
Þar er bent á að súkkulaðið hafi unnið til fjölmargra verðlauna auk þess sem umbúðarhönnunin sé litrík og áberandi.
Í Bretlandi fæst súkkulaðið í verslunum Selfridges og Harvey Nichols, að því er fram kemur á mbl.is.
Framleiðslan hófst haustið 2013 og fékk Omnom inni á gömlu bensínstöðinni á Austurströnd 7, sem fyrirtækið leigir af Skeljungi. Þar var áður rekin kökugerðin Hressó kökur.
Í níu mánuði þar á undan vorum við að þróa uppskriftir og gera tilraunir heima í eldhúsi, og spreyta okkur á því að gera súkkulaðið alveg frá grunni,
sagði Óskar Þórðarson, forstjóri Omnom, í samtali við Morgunblaðið í vor.
Súkkulaðitegundirnar eru átta talsins auk þess sem hátíðarblöndur eru framleiddar í kringum jólin. Nú nýlega hætti Omnom með framreiðslu á tveimur vörutegundum þar sem hráefni hefur ekki staðist gæðakröfu Omnom.
Fyrr á árinu var súkkulaðiverksmiðjan flutt út á Granda en meirihluti framleiðslunnar er fluttur úr landi.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: af facebook síðu Omnom.

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars